fbpx
Mánudagur 25.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Völva 2019: Hera slær í gegn og Hnetusmjörið í útrás

Fókus
Miðvikudaginn 2. janúar 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsería Heru slær í gegn

Hera Hilmarsdóttir verður fljót að jafna sig á skellinum, stórmyndinni Mortal Engines, þar sem hún er í lykilhlutverki. Framundan er sjónvarpsserían See sem framleidd er af þungvigtarfólki fyrir Apple TV. Sú sería mun gera það að verkum að stjarna Heru rís hátt á árinu.

Hera Hilmarsdóttir

 

Arabískur sigur í Eurovision

Undankeppni Eurovision verður umdeild og mótmæli vegna fyrirhugaðrar þátttöku Íslendinga í úrslitakeppninni í Ísrael verða hávær. Aðstandendur keppninnar munu þó láta gagnrýnina sem vind um eyru þjóta og halda ótrauðir áfram. „Íslenska framlagið mun ekki gera neinar rósir líkt og fyrri ár. Það sem mesta athygli vekur er að sigurvegarinn verður af arabísku bergi brotinn.“

Eurovision fer fram í Tel Aviv í ár

 

Jóhannes Haukur landar stóru hlutverki

Stórleikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson verður enn stærri á árinu. „Það gengur allt upp hjá Jóhannesi Hauki og hann á eftir að vekja verðskuldaða athygli fyrir stórt alþjóðlegt verkefni. Hann er með mörg járn í eldinum og ég skynja að hann iði í skinninu með að upplýsa um eitthvert stórt verkefni,“ segir völvan.

Jóhannes Haukur Jóhannesson

OMAM skjótast (aftur) upp á stjörnuhimininn

Þá sér hún íslenska stórhljómsveit komast aftur í sviðsljósið á árinu. „Það hefur lítið farið fyrir Of Monsters and Men undanfarin ár. Hljómsveitin gefur skyndilega út sína þriðja plötu á árinu og slær enn á ný í gegn. Í framhaldinu er boðað til tónleikaferðalags sem er af óþekktri stærðargráðu fyrir íslenska hljómsveit,“ segir völvan.

Of Monsters and Men

Smjörið drýpur af hverju strái

Dáðasti sonur Kópavogs, Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, fer að reyna fyrir sér á erlendum vettvangi. „Pilturinn þráir að verða moldríkur og hann verður það ekki sem íslenskur tónlistarmaður. Hann fer því að herja utan landsteinanna. Árangurinn í enskumælandi löndum verður ekki merkilegur en smjörið mun slá óvænt í gegn í Austur-Evrópu.“

Herra Hnetusmjör

Einstakar RVKDTR

Völvan sér einnig fyrir sér mikla velgengni Reykjavíkurdætra á árinu. „Sveitin tekur við stórum alþjóðlegum verðlaunum í byrjun árs og í kjölfarið opnast fjölmargar dyr. Það er ekki til nein hljómsveit eins og þær í veröldinni. Ég sé fyrir mér að nýtt lag með sveitinni muni slá í gegn á alþjóðavettvangi á næsta ári.“

Reykjavíkurdætur Mynd: Berglaug Petra Garðarsdóttir.

Ragnar tekur við konungstign

Rithöfundurinn Ragnar Jónsson, sem er lögfræðingur í hjáverkum, skákaði metsöluhöfundunum Arnaldi Indriðasyni og Yrsu Sigurðardóttur á metsölulista þessara jóla. Bók Ragnars, Þorpið, seldist í bílförmum og völvan sér fyrir velgengni á erlendri grundu. „Þorpið er langbesta bók Ragnars og mun njóta mikillar velgengni erlendis. Sérstaklega í Bretlandi og Þýskalandi. Þá sé ég fyrir mér að næsta bók Ragnars verði enn betri. Hann er að taka við konungstigninni af Arnaldi,“ segir völvan.

Ragnar Jónasson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Hildur Eir gefur út Líkn

Hildur Eir gefur út Líkn
Fókus
Í gær

Reynir ætlaði að lesa upp sjúkustu skilaboðin sem hann hefur fengið: Var stoppaður af – „Þetta er alltof gróft“

Reynir ætlaði að lesa upp sjúkustu skilaboðin sem hann hefur fengið: Var stoppaður af – „Þetta er alltof gróft“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingur gerði Ólaf Darra „starstruck“: „Þig langar að heilsa og segja takk“

Íslendingur gerði Ólaf Darra „starstruck“: „Þig langar að heilsa og segja takk“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Við erum Kolfinna, Nói og Baldur Ingi

Við erum Kolfinna, Nói og Baldur Ingi