fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
Fókus

Margrét Erla leitar til landsmanna til að halda sér uppi í fæðingarorlofinu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 12. september 2019 10:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan og gleðigjafinn Margrét Erla Maack er ólétt af sínu fyrsta barni. Það styttist óðum í litla krílið og eru um þrjár vikur í settan dag.

Margrét Erla segist hafa reynt að átta sig á fæðingarorlofskerfinu á Íslandi síðan hún komst að því að hún væri ólétt í febrúar.

„Síðustu samskipti mín við fæðingarorlofssjóð benda til að ég hafi afskaplega takmarkaðan rétt á fæðingarorlofi þar sem þeir mánuðir sem þau líta á til viðmiðunar teljast ekki vera full innkoma að þeirra mati. Þetta er ósanngjarnt, þar sem eðli vinnu minnar er fljótandi, stundum er mikið að gera og stundum ekki neitt,“ segir Margrét Erla á hópfjármögnunarsíðu sinni á Karolina Fund.

Margrét Erla hefur hrint af stað söfnun fyrir fæðingarorlofi sínu og getur fólk fengið ýmislegt í skiptum fyrir að styrkja hana.

„Með því að styrkja fæðingarorlofið ertu í raun að kaupa þér alls kyns skemmtun á útsöluverði, sem ég mun efna að fæðingarorlofi loknu þegar Tómas faðir hennar, sem er í „alvöru vinnu,“ tekur við fæðingarorlofskeflinu. Ég er að reyna að safna um 500.000 sem eru 100.000 per mánuð í orlofinu sem ég hyggst taka mér, eftir að efniskostnaður, sendingargjöld og salarleiga hefur verið innt af hendi.“

Flókið fæðingarorlofskerfi

Margrét Erla segir tilgang söfnunarinnar vera tvíþættur:

„Í fyrsta og mikilvægasta lagi að gera mér kleift að sinna barninu mínu fyrstu mánuði lífs þess. Í öðru lagi að benda á hversu flókið fæðingarorlofskerfið er fyrir þau sem kjósa að vinna sjálfstætt og flæða á milli verkefna. Eins og staðan er í dag er fæðingarorlof lúxus sem foreldrar í frumkvöðlastarfi og sjálfstætt starfandi geta takmarkað nýtt sér. Það álag sem óskýr svör hefur á barnshafandi konur ekki líðandi.“

Þú getur lesið meira um söfnun Margrétar Erlu á Karolina Fund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Alda Coco segist hafa verið kölluð „drusla, feik, heimsk og trans“

Alda Coco segist hafa verið kölluð „drusla, feik, heimsk og trans“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Var að læra að taka bossa speglamynd 24 ára“

Vikan á Instagram: „Var að læra að taka bossa speglamynd 24 ára“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Útilegutískan í sumar – Smart á ferð um landið

Útilegutískan í sumar – Smart á ferð um landið
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Líkið fyrir utan dyrnar

Sakamál: Líkið fyrir utan dyrnar
Fókus
Fyrir 1 viku

Margrét Erla: Ég vil sýna kvenlíkamann sem sterkan, fyndinn og skrýtinn

Margrét Erla: Ég vil sýna kvenlíkamann sem sterkan, fyndinn og skrýtinn
Fókus
Fyrir 1 viku

Tímavélin: „Æskilegt er að flugfreyjan sé lagleg og snotur í vexti“

Tímavélin: „Æskilegt er að flugfreyjan sé lagleg og snotur í vexti“