fbpx
Fimmtudagur 09.júlí 2020
Fókus

Þroskahamlaður maður með skert jafnvægisskyn vistaður á annarri hæð í lyftulausu húsi – Tvisvar fengið heilablæðingu eftir fall

Íris Hauksdóttir
Laugardaginn 7. september 2019 09:00

Anna Hulda berst fyrir bróður sinn. „Hann hefur dottið svo oft á þessu ári að ég er fyrir löngu búin að missa töluna."

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þroskahamlaður og flogaveikur maður hefur búið á sambýli í fjögur ár við algjörlega óviðunandi aðstæður. Systir mannsins, Anna Hulda Ólafsdóttir, segist hafa miklar áhyggjur af öryggi bróður síns, Þórs Ólafssonar, en hann er með skert jafnvægisskyn og notar göngugrind sér til stuðnings.

Íbúðin er á annarri hæð í lyftulausu húsnæði og því á Þór í miklum erfiðleikum með að komast upp og niður stigana. „Þetta átti að verða tímabundið húsnæði og Þór var strax settur á biðlista eftir íbúð með því aðgengi sem hann þarfnast,“ segir Anna Hulda í samtali við blaðakonu og heldur áfram. „Síðan þá hefur honum verið synjað síendurtekið af úthlutunarnefnd velferðarsviðs. Við skiljum ekki hvað veldur en það er ljóst að þessu verður að breyta. Nú á einum mánuði hefur hann þrisvar þurft að leita sér aðstoðar á spítala, en í þessari viku féll hann í stiganum og fótbrotnaði. Þar að auki hefur hann dottið tvisvar fyrir utan hjá sér og þurft að láta sauma og líma sig saman. Hann hefur dottið svo oft á þessu ári að ég er fyrir löngu búin að missa töluna. Tvisvar sinnum blæddi inn á heila og þurfti hann í kjölfarið innlögn á spítala í einhverja daga.“

Þungbær dauðsföll

Þór fæddist árið 1970, heilbrigður og flottur strákur, en fékk heilahimnubólgu áður en hann komst heim af sjúkrahúsinu. „Mamma og pabbi þurftu að ganga í gegnum mjög erfiða tíma, en þegar ljóst var að íslensku læknarnir gátu ekki hjálpað Þór fór mamma með hann til Danmerkur þar sem hann gekkst undir frekari rannsóknir. Niðurstöðurnar voru engu að síður þær sömu og mömmu tjáð að hún hefði komið of seint með barnið svo hægt væri að koma í veg fyrir heilaskemmdir. Þór hafði meðal annars hlotið ventil í höfuðið sem orsakar skert jafnvægisskyn og fullyrtu læknar að hann myndi aldrei geta hjólað eða skíðað. Það segir mikið um hans baráttuhug að hann hefur afrekað hvort tveggja þótt hann geti það ekki í dag. Hann gefst nefnilega ekki upp á því sem hann hefur ákveðið.
Þór er mikill dýravinur og til margra ára var hundurinn Caspar hans besti vinur. Saman brölluðu þeir margt sniðugt og það reyndist honum mjög erfitt þegar hundurinn kvaddi þessa veröld. Hann átti líka einstakt samband við nöfnu mína, móðurömmu sína, en hún lést árið 2017. Hann heimsótti hana daglega öll þau ár sem þau áttu saman en hann og mamma voru sömuleiðis afar náin. Hún dó árið 2010 og það má segja að þessi þrjú dauðsföll hafi reynt mikið á hann. Eftir að mamma dó gerðum við pabbi okkar besta til að finna gott sambýli fyrir hann en ekkert gerðist þrátt fyrir þrýsting frá okkur á hverjum einasta mánuði í nokkur ár. Það var ekki fyrr en pabbi fékk hjartaáfall og þurfti að fara í uppskurð að Þór fékk loksins íbúðina við Ránargötu, þar sem hann er núna en það er hugsað sem áfangaheimili, alls ekki fyrir fólk að dvelja langdvölum.“

Hefur hrakað mikið

„Umsókn hans um annað úrræði hefur því legið í þjónustumiðstöðinni síðan árið 2015 án þess að nokkuð sé gert. Á þessum tíma hefur honum hrakað mikið enda er aðbúnaðurinn alls ekki viðunandi. Aðgengi að salerni er til dæmis mjög þröngt og hann getur illa komið sér sjálfur fram úr rúminu því ljóst er að hann þurfi sjúkrarúm. Það kæmist þó aldrei fyrir í þessu litla rými. Það er því margt annað en bara stiginn sem er að valda honum erfiðleikum en ég fæ illt í magann að hugsa um hann fara upp og niður þessar tröppur. Hann er ekki bara að detta af því hann býr á annarri hæð, en sú staðreynd gerir allt engu að síður enn erfiðara. Ástæðan sem okkur er gefin fyrir úrræðaleysi er sú að ekkert húsnæði sé til staðar. Staðreyndin er engu að síður sú að hann þarf að geta fengið aðstoð allan sólarhringinn, bæði ef hann dettur og liggur einhvers staðar ósjálfbjarga, en einnig til að aðstoða hann við svo margar aðrar grunnþarfir. Það er ljóst að þessu þarf að breyta og við erum hvergi nærri hætt að berjast fyrir bróður minn.“

Meðfylgjandi myndir eru allar mjög nýlegar og með því að deila þeim vill Anna Hulda benda á alvarleika málsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ósammála um kynningarmyndband KSÍ – „Hjartað í mér sökk“- „Landsliðið í hneysklun“

Ósammála um kynningarmyndband KSÍ – „Hjartað í mér sökk“- „Landsliðið í hneysklun“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Gréta ósátt með Keiluhöllina – ,,Þetta er spurning um að sýna ábyrgð“

Gréta ósátt með Keiluhöllina – ,,Þetta er spurning um að sýna ábyrgð“
Fókus
Fyrir 1 viku

Þorvaldur í miklum vanda á Tenerife – Óttaðist dimman fangaklefa og barsmíðar

Þorvaldur í miklum vanda á Tenerife – Óttaðist dimman fangaklefa og barsmíðar
Fókus
Fyrir 1 viku

Goslokahátíð með breyttu sniði: Engin skemmtun á laugardagskvöldið

Goslokahátíð með breyttu sniði: Engin skemmtun á laugardagskvöldið