fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Fjölhæfur tónlistarmaður sem kvaddi alltof snemma

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 29. ágúst 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Sigurjón Brink, betur þekktur sem Sjonni, hefði orðið 45 ára í dag. Hann varð bráðkvaddur vegna heilablóðfalls í janúar 2011, aðeins 36 ára gamall.

Sjonni var einn af ástsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar. Við lítum hér yfir ferill hans.

Sjonni ólst upp í Breiðholti og byrjaði ungur að semja og flytja tónlist. Í Seljaskóla, árið 1994, varð hljómsveitin In Bloom til. Hljómsveitin gaf út samnefnda plötu árið 1996 og samdi titillag kvikmyndarinnar Missing Brendan árið 2003.

Hann stofnaði hljóðverið Iceland Music Productions í gamla Hljóðritanum og var einn af stofnendum Vesturports.

Sjonni gekk til liðs við hljómsveitina Flavors árið 2003 sem gaf út plötuna Go your own way árið 2004.

Söngvakeppni sjónvarpsins

Sjonni tók fyrst þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2006 með laginu Hjartaþrá sem komst áfram í undanúrslit.

Árið eftir tók hann aftur þátt, í þetta sinn með lagið Áfram, sem komst einnig áfram í undanúrslit keppninnar.

Sjonni gaf út sólóplötuna Sjonni Brink árið 2009 með lögum sínum og Guðmundar Jónssonar úr Sálinni.

Árið 2010 fór hann með tvö lög í Söngvakeppni sjónvarpsins. Lögin You Knocked on my door eftir Jóhannes Kára Kristinsson, og Waterslide sem hann samdi sjálfur. Hið síðnefnda komst áfram í úrslitakeppnina.

Sjonni spilaði víða sem trúbador, tók þátt í fjölmörgum stórtónleikum og leiksýningum. Þegar hann lést fór hann með hlutverk Richie Valens í leiksýningunni Buddy Holly. Sýningunni var aflýst í kjölfar andláts hans.

Aftur heim

Í byrjun árs 2011 sendi Sjonni lagið Aftur heim í Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann varð bráðkvaddur 17. janúar 2011 og ákváðu vinir hans að flytja lagið í virðingarvotti við Sjonna.

Hljómsveitin fékk nafnið Vinir Sjonna og vann keppnina hér á landi. Vinir Sjonna fóru með lagið til Dusseldorf í Þýskalandi í maí 2011.

Enskur texti lagsins og laglínan er eftir Sjonna en íslenski textinn er eftir unnustu hans, Þórunni Clausen.

Í viðtali fyrir Eurovision-keppnina lýsir Þórunn augnablikinu þegar þau unnu Söngvakeppnina með lagið Aftur heim.

„Þetta var magnað augnablik. Þetta var skrýtið augnablik því við vorum svo hamingjusöm, en á sama tíma svo sorgmædd. Við vorum svo sorgmædd að Sjonni gat ekki verið þarna með okkur en líka hamingjusöm að geta fylgt minningu hans eftir og leyft tónlist hans að heyrast um alla Evrópu. Það er heiður fyrir okkur að geta gert þetta og við vitum að Sjonni verður með okkur allan tímann,“ sagði Þórunn Clausen.

„Sagan á bakvið lagið er að lífið er svo stutt og við vitum aldrei hvenær okkar tími kemur, þannig við verðum að lifa því og vera með fólkinu sem við elskum og reyna að njóta lífsins. Ég vil að það skili sér. Þetta er hamingjulag, það á að láta okkur líða vel. En á sama tíma að hugsa aðeins um að láta lífið ekki fara til spillis.“

Ástin

Sjonni kynntist unnustu sinni Þórunni Ernu Clausen haustið 2002 við uppsetningu verksins Le Sing á Broadway. Þau gengu í hjónaband 15. nóvember 2008. Synir þeirra eru Haukur Örn Brink, og Róbert Hrafn Brink. Fyrir átti Sigurjón tvö börn, þau Aron Brink og Kristínu Maríu Brink.

Aron Brink fetaði í fótspor föður síns og tók þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2017 með lagið Þú hefur dáleitt mig.

Sigurjón starfaði einnig sem dagskráargerðarmaður á Bylgjunni. Hann var mikill hestamaður, golfari og félagi í Hestamannafélaginu Gusti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki