fbpx
Miðvikudagur 26.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Ragna er bæjarlistamaður Kópavogs

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 25. maí 2019 14:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listakonan Ragna Fróðadóttir var í gær  útnefnd bæjarlistamaður Kópavogs 2019. Ragna mun vinna í samvinnu við menningarhúsin í Kópavogi að verkefnum og viðburðum tengdum textíl og umhverfissjónarmiðum.  Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

 „Ragna Fróðadóttir, textílhönnuður og myndlistarmaður er bæjarlistamaður Kópavogs 2019. Valið á Rögnu var kynnt við hátíðlega viðhöfn í Salnum í Kópavogi í rjómablíðu í gær.

Í tilkynningu er haft eftir Rögnu: „Ég hef mikið velt fyrir mér umhverfisvitund í tengslum við textíl og hef áhuga á að tengja saman börn og eldri borgara í því verkefni. Samvinna kynslóða í handverki er mjög áhugaverð að mínu mati og verður spennandi að fá tækifæri til að vinna að henni og vil ég þakka lista- og menningarráði fyrir útnefninguna sem bæjarlistamaður Kópavogs.“

En hver er Ragna ? Í tilkynningu er henni lýst með eftirfarandi hætti:

 „Ragna Fróðadóttir er fædd árið 1970. Hún hefur hefur verið búsett í Kópavogi reglulega frá árinu 2001 en verið langdvölum erlendis á því tímabili.“

„Textílhönnuðurinn og myndlistarmaðurinn Ragna Fróðadóttur vinnur á mörkum myndlistar og hönnunar. Hún lærði fata- og textílhönnun í París á árunum 1992-1995 og nam síðan við textíldeild Myndlista- og Handíðaskólann í Reykjavík 1996-1998. Ragna býr yfir víðtækri reynslu úr myndlistar- og hönnunarheiminum. Í dag er hún deildarstjóri textíldeildar Myndlistaskólans í Reykjavík. Einnig kennir hún sjónræna rannsóknarvinnu og Trend Forecasting við fatahönnunardeild LHÍ. 2008-2015 bjó Ragna að stærstum hluta til í New York borg þar sem hún vann fyrir Lidewij Edelkoort, einn þekktasta futurista hönnunarheimsins. Hún starfaði þar sem ráðgjafi og verkefnastjóri, ásamt því að reka Bandaríkjadeild Trend Union – fyrirtæki Lidewij Edelkoort. Á árunum 2012-2014 bjó Ragna einnig í Berlín og skipti tíma sínum á milli NYC og Berlín.“

„Þar var hún meðal annars sýningarstjóri hönnunar- og listsýningarinnar Tölt-Inspiration Islandspferd. Það var viðamikið sýningar verkefni á vegum Sendiráðs Íslands sem var sett upp í tengslum við Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Berlín 2013. Sýningin var síðar sett upp víðar sem farandsýning – meðal annars í Norræna húsinu í Reykjavík. Í tæp 10 ár rak Ragna eigin vinnustofu og verslun í miðbæ Reykjavíkur og hannaði fatalínu undir nafninu Path of Love Design. Á þeim tíma tók hún þátt í fjölda sýninga bæði hérlendis og erlendis og hannaði fatalínur og textíl fyrir einstaklinga og hópa. Ragna hefur skipulagt alþjóðlegar ráðstefnur bæði á Íslandi, í New York og Þýskalandi. Nýverið skipulagði hún ráðstefnuna Arfleifð mætir framtíð, í tengslum við fund Norrænu textílsamtakanna – NTA – á Íslandi. Ráðstefnan var styrkt af Reykjavíkurborg og Nordisk Kulturfond og var jafnframt hluti af dagskrá Hönnunarmars 2019.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram: „Já ég fór á konunglegu veðreiðarkeppnina“

Vikan á Instagram: „Já ég fór á konunglegu veðreiðarkeppnina“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Góð ráð fyrir hlaupara: „Það sem okkur finnst vera rólegt er eiginlega alltaf aðeins of hratt“

Góð ráð fyrir hlaupara: „Það sem okkur finnst vera rólegt er eiginlega alltaf aðeins of hratt“
Fyrir 4 dögum

Skagfirskar rætur Ronalds Reagan – Launsyni komið í fóstur – Kirkjubækur lokaðar

Skagfirskar rætur Ronalds Reagan – Launsyni komið í fóstur – Kirkjubækur lokaðar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Örnu Ýrar og Vignis fædd – „Erum yfir okkur ástfangin“

Dóttir Örnu Ýrar og Vignis fædd – „Erum yfir okkur ástfangin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Baltasar efast um að Deeper verði einhvern tímann að veruleika: „Þetta er mjög dapurlegt mál“

Baltasar efast um að Deeper verði einhvern tímann að veruleika: „Þetta er mjög dapurlegt mál“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kanye fær gríðarlega háar upphæðir frá Adidas – Skópörin sem hann hannar seljast á yfir 100.000 krónur

Kanye fær gríðarlega háar upphæðir frá Adidas – Skópörin sem hann hannar seljast á yfir 100.000 krónur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vala Yates: „Ég fór rosalega langa krókaleið, lét drauminn rætast“

Vala Yates: „Ég fór rosalega langa krókaleið, lét drauminn rætast“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þúsundir krefjast þess að Netflix hætti að sýna þessa þætti

Þúsundir krefjast þess að Netflix hætti að sýna þessa þætti