fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Karitas Harpa: „Mér hefur oft þótt ég „léleg“ í að vera ólétt“

Fókus
Miðvikudaginn 1. maí 2019 10:20

Karitas Harpa er dómari í sjónvarpsþættinum Alla leið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söng- og útvarpskonan Karitas Harpa Davíðsdóttir á von á barni með Aroni Leví Beck, varaborgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Parið á von á dreng sem væntanlegur er þann 11. maí.

Karitas birtir fallega færslu á Instagram-síðu sinni við mynd sem systir hennar, Marín Laufey, tók.

„Áður en tíminn rennur út plataði ég @mdavidsdottir til að taka nokkrar óléttu „glansmyndir“,“ skrifar Karitas og bætir við að raunin sé þó sú að „lífið er engin glansmynd og bara stundum allt annað en glans.“

Ómar Elí, Aron og Karitas fagna komu barnsins.

Þetta er fyrsta barn Karitasar og Arons saman, en fyrir á Karitas soninn Ómar Elí, fjögurra ára. Hún segir að ýmsar tilfinningar hafi vaknað á þessari meðgöngu, svo sem „gleði, þakklæti, tilhlökkun, spennu, kvíða, þyngslum, samviskubiti og sektarkennd,“ skrifar hún og heldur áfram.

„Sektarkennd yfir því að finnast ég ekki hafa geta sinnt neinu almennilega, fjölskyldu, Ómari, vinnu, tónlist, félagslífi, áhugamálum. Sjáið til ég hef verið ofboðslega þreytt allan tímann og það hefur laggst þungt á sálartetrið. Mér hefur oft þótt ég „léleg“ í að vera ólétt, borið mig saman við óraunhæfar myndir og sett mér óraunhæfar væntingar EN það er víst engin ein leið til að gera neitt, ekki heldur að vera óléttur.“

Nú eru aðeins nokkrir dagar í drengsnáðann og eins og gefur að skilja er Karitas spennt fyrir næsta kafla í lífinu.

„Ég er orðin óskaplega spennt að fá kút í heiminn og takast á við næsta kafla, er orðin tilbúin að segja skilið við þennan í bili.“

 

View this post on Instagram

 

Áður en tíminn rennur út plataði ég @mdavidsdottir til að taka nokkrar óléttu “glansmyndir” ————————————————— #raunin er þó sú, eins og við flest vitum, að lífið er engin glansmynd og bara stundum allt annað en glans —— #mínbumba hefur vakið mér ýmsar tilfinningar síðustu 38+3v, gleði, þakklæti, tilhlökkun, spennu, kvíða, þyngslum, samviskubiti og sektarkennd —— Sektarkennd yfir því að finnast ég ekki hafa geta sinnt neinu almennilega, fjölskyldu, Ómari, vinnu, tónlist, félagslífi, áhugamálum. Sjáið til ég hef verið ofboðslega þreytt allan tímann og það hefur laggst þungt á sálartetrið. Mér hefur oft þótt ég “léleg” í að vera ólétt, borið mig saman við óraunhæfar myndir og sett mér óraunhæfar væntingar EN það er víst engin ein leið til að gera neitt, ekki heldur að vera óléttur —— Ég er orðin óskaplega spennt að fá kút í heiminn og takast á við næsta kafla, er orðin tilbúin að segja skilið við þennan í bili ? @kviknar

A post shared by K A R i T A S (@karitasharpa) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“