fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Ísland eftir 30 ár – Samfélagsmiðlar og flóttafólk: „Sumir mála ansi svarta mynd af framtíðinni“

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 15. apríl 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þjóðir virðast taka fram úr okkur í dag og okkur virðist skorta sterkari framtíðarmarkmið og skýrari sýn. Um leið og við höfum slíka sýn er auðveldara fyrir ríkisstofnanir að vita hvaða ákvarðanir eigi að taka og hvernig eigi að ráðstafa fjármunum,“

segir Hjörtur Smárason, mannfræðingur og ráðgjafi fyrir nýsköpunarfyrirtæki sem borgarstjórnir og ríkisstjórnir um framtíðarstrauma og stefnur. Í því samhengi vinnur Hjörtur oft með framtíðarmyndir og greiningu á straumum og stefnum og þeim afleiðingum og tækifærum sem þeim fylgja.

Hjörtur hefur unnið hörðum höndum nýverið að bókinni 2052 – Svipmyndir úr framtíðinni. Verkinu er lýst sem „bók um hvað Ísland getur þegar það verður stórt.“

2052 er samansafn af smásögum sem allar eiga það sameiginlegt að gerast árið 2052. Sögurnar gefa innsýn í hvernig hinir ýmsu þættir samfélagsins geta þróast á næstu þrjátíu árum. Fleiri en 20 höfundar hafa lagt til sögur í bókina.
Með bókinni vonast Hjörtur til þess að opna fyrir mismunandi möguleika sem framtíð Íslands býr yfir með því að fá inn fólk af flestum sviðum þjóðlífsins til þess að deila smá innsýn inn í mögulega framtíð landsins. Með því að fá mörg mismunandi sjónarhorn skapast breiðari grundvöllur fyrir umræðurnar.

„Sumir mála ansi svarta mynd af framtíðinni, ekki endilega af því að það sé líklegasta útkoman heldur frekar sem víti til varnaðar. Hinar dekkri framtíðarsýnir eru þeim einstaka eiginleika gæddar að séu þær ekki dregnar upp aukast líkurnar á því að þær verði að raunveruleika. Aðrar sögur draga upp mun bjartari mynd af framtíðinni og er ætlað að vera okkur innblástur til góðra verka,“ segir Hjörtur.

„Hvernig verður sambýli milli innfæddra og flóttamanna?“

Á meðal höfunda bókarinnar eru meðal annars Margrét Pála Ólafsdóttir frumkvöðull, Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður, Pawel Bartoszek borgarfulltrúi, Júlía Birnudóttir Sigurðardóttir mannfræðingur, Amal Tamimi framkvæmdastjóri, Hjálmar Gíslason frumkvöðull og Smári McCarthy þingmaður.

„Þessi bók er tilraun til þess að lyfta umræðunni upp á annað plan þar sem þjóðin getur leitast við að finna ný, háleit markmið um hvað Ísland eigi að vera eftir þrjátíu ár,“ segir Hjörtur. „Hvaða hlutverk munu samfélagsmiðlar gegna í framtíðinni? Hvernig verður sambýli milli innfæddra og flóttamanna? Verður Ísland enn þá leiðandi í orku- og umhverfismálum eða munum við hafa dregist aftur úr? Verður Ísland leiðandi í stjórnmálalegum skilningi á einhverju sviði? Hvernig ætti Ísland að bregðast við hinum yfirvofandi hættum sem koma fram í mörgum af sögunum, loftslagsvánni, hugsanlegri flóttamannabylgju eða tæknibyltingunni sem þegar er hafin?“

Segir Hjörtur að bókinni sé ekki ætlað að vera vísindalegur grundvöllur fyrir ákvarðanir um næstu skref, heldur að veita fólki hugmyndir í gegnum smásögur um afleiðingar, góðar og slæmar, af þeim straumum og stefnum sem birtast nú þegar.
„Vonandi getum við fundið einhver tækifæri og einhver göfug markmið sem þjóðin getur stefnt að í sameiningu,“ segir Hjörtur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Í gær

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla