fbpx
Mánudagur 21.september 2020
Fókus

Umræða um fullnægingar fer á flug: „Hættið að please-a gaura sem geta ekki látið ykkur fá það“ – Strákar feika það líka

Fókus
Mánudaginn 1. apríl 2019 12:00

Sólrún Guðbrandsdóttir er stofnandi og umsjónamaður Instagram-síðunnar Fávitar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólborg Guðbrandsdóttir, stofnandi og umsjónamaður Fávitar á Instagram, opnaði umræðu um fullnægingar í gær. Fávitar er Instagram síða og „átak gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi.“

Sólborg spurði fylgjendur sína, sem eru rúmlega 19 þúsund talsins, hvort þeir hafi gert sér upp fullnægingu og ef svo er, af hverju.

Svörunum rigndi inn og voru margir sem viðurkenndu að hafa gert sér upp fullnægingu. Ástæðurnar voru fjölbreyttar og margar sláandi. Margir sögðust hafa gert sér upp fullnægingu til að þóknast maka sínum, sumir sögðust hafa gert það til að enda kynlífið eða koma sér úr aðstæðum sem þeim leið ekki vel í.

„Why the fuck gera stelpur þetta svona oft? Hættið að please-a gaura sem geta ekki látið ykkur fá það. Hverjum eruð þið raunverulega að gera greiða með því að feika? Hvorki sjálfum ykkur né þeim,“ skrifaði Sólborg í Instagram Story í gær. Sólborg hefur vistað allt Instagram Story um málefnið í „highlights“ undir Fullnægingar.

Mynd: Skjáskot/Instagram @Favitar

„Ef ykkur langar að hætta, þá eigið þið að hætta. Fullnæging er ekkert eina leyfið ykkar til þess. Þið megið stoppa leikinn hvenær sem er.“

Mynd: Skjáskot/Instagram @Favitar
Mynd: Skjáskot/Instagram @favitar

Sólborg svaraði mörgum sem skrifuðu til hennar. „Bíómyndir LJÚGA! Þið eruð EKKI misheppnaðar ef það tekur tíma fyrir ykkur að fá það! Það er ógeðslega basic.“

 

Mynd: Skjáskot/Instagram @Favitar
Mynd: Skjáskot/Instagram @Favitar
Mynd: Skjáskot/Instagram @Favitar
Mynd: Skjáskot/Instagram @Favitar
Mynd: Skjáskot/Instagram @Favitar

Samskipti eru mikilvæg í kynlífi segir Sólborg og ítrekar það oft í umræðunni í Instagram Story.

Mynd: Skjáskot/Instagram @Favitar
Mynd: Skjáskot/Instagram @Favitar

Sólborg segir að sjálfsfróun sé lykillinn. „Þegar við kunnum betur á okkur sjálfar getum við notið þess meir ef við stundum kynlíf með öðrum því við þekkjum okkur sjálfar vel.“

Mynd: Skjáskot/Instagram @Favitar

Margir, bæði stelpur og strákar, sögðust hafa gert sér upp fullnægingu svo makanum liði ekki illa.

Mynd: Skjáskot/Instagram @Favitar

„Veit ekki með ykkur en mér liði verr ef ég kæmist að því að manneskjan hefði feikað frekar en að leiðbeina mér bara. Held ég að flestir vilji raunverulega gera eitthvað sem hinni manneskjunni finnst gott og vilja gera vel – það er engin skömm í því að leiðbeina. Samskipti og þolinmæði= „WINWIN“ allir græða.“

Fjöldi stráka sendu einnig skilaboð á Sólborgu. „Miklu fleiri feik fullnægingar frá strákum en mig grunaði. Vellíðan okkar allra skiptir máli og það er mikilvægt að við stöndum með sjálfum okkur og segjum hvað okkur finnst gott og hvað ekki. Við þurfum ekki að fíla það sama og aðrir, það er í lagi.“

Mynd: Skjáskot/Instagram @Favitar
Mynd: Skjáskot/Instagram @Favitar
Mynd: Skjáskot/Instagram @Favitar
Mynd: Skjáskot/Instagram @Favitar
Mynd: Skjáskot/Instagram @Favitar

Sólborg spyr hvort að kynlíf þurfi alltaf að enda með fullnægingu, sama hvað.

Mynd: Skjáskot/Instagram @Favitar
Mynd: Skjáskot/Instagram @Favitar

„Það má stoppa. Fullnæging er ekki eini mögulegi endapunkturinn í kynlífi.“

Einn fylgjandi bendir Sólborgu á að ef aðili gerir sér upp fullnægingu lærir makinn vitlaust á þarfir hans. „Ef einn aðili feikar fullnægingu, „lærir“ hinn aðilinn vitlaust á manneskjuna og heldur þess vegna kannski að þetta sé það sem hún/hann/hán fílar. Virkar eins og vítahringur því það verður erfiðara með tímanum að viðurkenna að hafa feikað þetta. Kynlíf er til að njóta og það er ekki hægt nema samskiptin séu í topp málum,“ segir fylgjandinn og Sólborg tekur undir.

Mynd: Skjáskot/Instagram @Favitar

Horfðu á alla umræðuna á Instagram undir Fullnægingar á Instagram-síðu Fávitar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tinder laugin – Hvar eru þau nú? Umtöluðustu keppendurnir stíga fram

Tinder laugin – Hvar eru þau nú? Umtöluðustu keppendurnir stíga fram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Benni og Tinna á stefnumóti – Stefnir í nýtt ofurpar

Benni og Tinna á stefnumóti – Stefnir í nýtt ofurpar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bólulæknirinn með rosalegt myndband – Ekki fyrir viðkvæma

Bólulæknirinn með rosalegt myndband – Ekki fyrir viðkvæma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konan í myndbandinu umdeilda stígur fram hjá Dr. Phil – „Ég er ekki Karen“

Konan í myndbandinu umdeilda stígur fram hjá Dr. Phil – „Ég er ekki Karen“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ugla hjólar í einn frægasta rithöfund heims – „Þetta er ógeðslegt“

Ugla hjólar í einn frægasta rithöfund heims – „Þetta er ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi klámstjarna látin 24 ára að aldri – Skelfileg örlög heimsþekktra klámstjarna

Fyrrverandi klámstjarna látin 24 ára að aldri – Skelfileg örlög heimsþekktra klámstjarna