fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Svona hefur enginn séð Simon áður – harðjaxlinn brotnaði saman – Myndbandið sem er að bræða heimsbyggðina

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 4. september 2018 10:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Ketterer söng í America´s Got Talent fyrir stuttu, Það í sjálfu sér er kannski ekki í frásögur færandi því fjölda margir söngvarar hafa stigið á svið í þáttunum sem hófu göngu sína árið 2006, en serían sem er núna í gangi er sú 13. í röðinni.

Ketterer flutti lag James Bay, Us, og var flutningurinn svo tilfinningaríkur að hinn grjótharði Simon Cowell beygði af. Það gerði fyrrum tengdadóttir Íslands, Mel B, einnig, sem og fjölda margir áhorfendur.

Það er þó ekki síður saga Ketterer sem fékk Cowell og aðra til að tárast, en Ketterer og eiginkona hans, eiga sex börn, fimm þeirra hafa þau ættleitt af fósturheimilum til að gefa þeim kost á fjölskyldulífi. Það er ekki skrýtið að Cowell hafi tengt vel við aðstæður Ketterer, en sjálfur er Cowell stoltur og sérlega skyldurækinn faðir Eric, sem er fjögurra ára.

Ketterer og eiginkona hans Ivey eignuðust dótturina Sophie. Þegar hún varð sex ára sagði hún foreldrum sínum að hún vildi bræður. Þessi ósk varð til þess að foreldrar ákváðu að styðja börn í neyð og ættleiddu þau fimm drengi af fósturheimili, fyrst bræðurna Jared, Chase og Jeriah.

Síðan ættleiddu þau Sean, sem var heimilislaus og bjó á götunni áður en hann var boðinn velkominn inn á heimili Ketterer fjölskyldunnar. Loks ættleiddu þau Rodrigo, níu ára gamlan dreng sem er með heilalömun (e. Cerebral palsy).

Michael Ketterer og fjölskylda hans.

 

Fyrr í þáttaröðinni gaf Cowell Ketterer Gullna hnappinn. Það kom hins vegar Sophie á óvart að sjá Cowell svo tilfinningaríkan núna.  „Mér brá af því að þú sérð Simon alltaf sem mjög harðan gagnrynanda og það var mjög áhrifaríkt að sjá hann tengja svona við pabba.“

Bróðir hennar Jared var þó á öðru máli og sagðist alveg skilja þetta, „þeir eru báðir pabbar,“

Stórfjölskyldan býr í Orange County í Kalirforníu þar sem Ketterer starfar sem hjúkrunarfræðingur. Hann hefur heillað fjölda áhorfenda með frammistöðu sinni í þáttunum og börnum hans finnst hann eiga skilið að vinna þættina bæði vegna persónuleika hans og þeirrar fyrirmyndar sem hann er fyrir áhorfendur þáttanna.

„Hann á einstaka sögu og hann er einstök manneskja,“ segir Sophie. „Ég er fullviss um að hann er leiðtogi og ef hann myndi vinna, þá gæti hann leiðbeint fleirum.

„Pabbi á skilið að vinna af því að hann er góður pabbi og frábær manneskja,“ segir Chase. „Og hjartalag hans er einstakt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Jón Gunnar upplifði versta dag lífs síns: „Ég þurfti að kyngja þessu og ég grét mikið“

Jón Gunnar upplifði versta dag lífs síns: „Ég þurfti að kyngja þessu og ég grét mikið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Edda rænd og segir þjófinum til syndanna – „Skíttá’ðig!“

Edda rænd og segir þjófinum til syndanna – „Skíttá’ðig!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Himnasendingin sonurinn blómstrar og stórfjölskyldan í skýjunum“

„Himnasendingin sonurinn blómstrar og stórfjölskyldan í skýjunum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

24 ósiðir sem þú ættir að venja þig af fyrir þrítugt

24 ósiðir sem þú ættir að venja þig af fyrir þrítugt