fbpx
Sunnudagur 25.október 2020
Fókus

Elín Kára – „Ég komst í mark“

Elín Kára
Miðvikudaginn 19. september 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elín Káradóttir heldur úti blogsíðu undir eigin nafni þar sem hún skrifar um jákvætt hugarfar, fjármál og lífstíl. Í þessum pistli fjallar hún um hver staðan er að loknu 10 vikna peppprógramminu og hvað tekur við.

Tíu vikur eru fljótar að líða. Ég renndi blint í sjóinn með því að fara í tíu vikna  sjálfskipað prógram og deila því með öllum sem hafa áhuga á að fylgjast með á Instagram. Ég var skíthrædd í byrjun að ég væri búin að lofa upp í ermina á mér og ég myndi ekki standa mig. Í þessu sjálfskipaða prógrammi ætlaði ég að bæta venjurnar mínar í tengslum við matarræði og hreyfingu sem gekk vel að mínu mati. Þegar ég horfi á þessar tíu vikur sem voru að líða, þá fer ég að skælbrosa. Þær eru búnar að vera svo skemmtilegar og ég er búin að læra svo margt.

Á þessum tíma hef ég upplifað margar tilfinningar og áttað mig á því að margar af mínum venjum eru glataðar. Mig hefur langað sjúklega í bragðaref en svo drap ég niður þá löngun með því að uppfæra þekkingu mína á því hvað ég var í raun og veru að borða. (Okay, ég er ekki alveg búin að drepa bragðarefslöngunina. Í dag fæ ég mér 1/2 með einni nammitegund).

Ég upplifði vondar tilfinningar þegar ég þurfti að horfast í augu við matargatið í mér. Svo kom sælutilfinning þegar ég bætti tímann minn á einum kílómetra viku eftir viku. Sigur, tap, ánægja og höfnun – allt þetta var partur af mínu ferli. Einhvern tímann hefði ég hætt þegar fyrsta „vonda“ tilfinningin kom upp á yfirborðið. Í þetta skiptið horfðist ég í augu við það óþægilega og tók það í sátt – og hélt svo áfram.

Sem dæmi, þá einbeitti ég mér meira að matarræðinu fyrri part tíu vikna átaksins. Ástæðan fyrir því að ég tók hreyfinguna ekki strax inn, var vegna þess að ég kveið þess að svitna og fá mögulegar harðsperrur. Svo horfðist ég í augu við þetta og sturtaði þessum kvíða í klósettið. Skellti mér í íþróttagallann og tók góða æfingu. Svitnaði helling og það var ÆÐI! Og auðvitað fékk ég hellings harðsperrur daginn eftir og það var enn betra. Með þessu braut ég múrinn og kveikti á neistanum aftur – löngunin til að hreyfa mig var vakin til lífs og er sprelllifandi í dag.

Fyrir þessa vinnu er ég þakklát – ég er mjög ánægð með mitt sjálfskipaða tíu vikna prógram sem ég kalla #10peppvikur.

Hver er staðan eftir viku tíu?

Eins og einhverjir hafa tekið eftir þá er ég í sjálfskipuðu prógrammi sem ég kalla #10peppvikur. Þar sem ég hvet sjálfa mig áfram í átt að betra lífi, mjaka mér nær kjörþyngd og vera orkumeiri. Einhverjir eru að fylgjast með mér á Instagram og sjá hvað ég er að elda og bralla í kringum #10peppvikur.

Staðan eftir vikuna er svona:

Matarræði: Ég byrjaði að vinna aftur fulla vinnu eftir fæðingarorlof. Ég fór mjög skipulögð inn í vikuna og fyrir vikið var matarræðið í topp málum. Ég borðaði fisk allavega 4x í vikunni (klapp fyrir því) og einungis ein máltíð var frekar slæm í allri vikunni. Ég á það til að vera svo einbeitt í vinnunni að ég gleymi því að borða, sem betur fer þá var ég með nesti og gaf mér alltaf tíma til að borða. Maður verður að borða til að hafa orku fyrir allan daginn.

Hreyfing: Ég var mikið á ferðinni í vikunni en ég tók bara eina markvissa æfingu samt sem áður. Ég fór í sund 3x með börnunum og labbaði þó nokkrum sinnum í leikskólann sem er gott og vel – betra en ekkert.

Sunnudagsæfingin var svona:

1 mín hver hringur

  • Armbeyjur
  • Magaæfingar
  • Hnébeyjur

1 km hlaup

Vellíðan: Er hægt að líða vel undir miklu álagi? Já það er hægt. Þó svo að ég hafi mikið að gera og dagarnir eru langir þá líður mér vel og ég hef svo gaman að lífinu. Ég er alveg viss um að partur af því að líða vel í lífinu er að ég gef mér nokkrar mínútur á hverjum degi og hreinsa hugann. Ég komst að því tiltölulega nýlega að það kallast núvitund, ég mæli með henni.

Vigtin: -200 gr.

Heildartala eftir tíu vikur: 4,1 kg. (meðaltal: 400gr á viku) (ég þyngdist um 4kg á tíu vikna tímabilinu sem var á undan #10peppvikur – svo ég er rétt að byrja.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Það varð aftur „vandræðalegt augnablik“ á milli Melaniu og Donald Trump eftir kappræðurnar

Það varð aftur „vandræðalegt augnablik“ á milli Melaniu og Donald Trump eftir kappræðurnar
Fókus
Í gær

Fluttu nýtt lag frá Íslandi fyrir Jimmy Fallon

Fluttu nýtt lag frá Íslandi fyrir Jimmy Fallon
Fókus
Fyrir 3 dögum

Táningurinn með lengstu leggi í heimi

Táningurinn með lengstu leggi í heimi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndbandið: Fundu leið til að sýna brjóst á Facebook

Sjáðu myndbandið: Fundu leið til að sýna brjóst á Facebook
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ágústa Johnson um þegar mótmælendur stóðu fyrir utan heimili hennar

Ágústa Johnson um þegar mótmælendur stóðu fyrir utan heimili hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Linda ætlar að afklæðast í beinni eftir baráttuna við Covid-19

Linda ætlar að afklæðast í beinni eftir baráttuna við Covid-19