fbpx
Sunnudagur 27.september 2020
Fókus

Mestu eldgos jarðar

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 22. júlí 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Surtseyjareldar

Eldgosið sem myndaði Surtsey var eitt það lengsta sem orðið hefur eftir að menn námu land á Íslandi. Í Surtsey sjálfri og í Jólni og Syrtlingi, eyjum sem seinna hurfu í sæ, gaus frá 1963 til 1967. Í gosinu kom upp um 1,1 rúmkílómetri af gosefnum. Vísindamenn hafa gefið þessu gosi 3 á VEI-skalanum, sem er minni háttar.

Tambora

Mesta eldgos á jörðinni sem sögur fara af varð í eldfjallinu Tambora á eyjunni Sumbawa í Indónesíu árið 1815. Eldfjallið sprakk í loft upp og heyrðist hvellurinn í um 2.000 kílómetra fjarlægð. Eldgosið var einnig það mannskæðasta á sögulegum tímum en 71.000 manns létust af völdum þess og um 11-12 þúsund í sprengingunni sjálfri. Allur gróður á eyjunni brann og öskufall olli svartamyrkri. Um 50 rúmkílómetrar af gosefni komu upp úr Tambora. Aska og brennisteinsgas þeyttist upp í heiðhvolfið og móðan hafði áhrif á loftslag um allan heim. Árið 1816 er talið það kaldasta á norðurhveli jarðar í 600 ár. Vesturlandabúar kölluðu það ár „árið þegar aldrei kom sumar“. Íslenski jarðvísindamaðurinn Haraldur Sigurðsson hefur rannsakað Tamboragosið um langt árabil og meðal annars stjórnað uppgreftri á mannvistarleifum er grófust undir í gosinu.

Hekla

Jarðvísindamenn telja að gríðarlega stórt eldgos hafi orðið í Heklu í kringum árið 1000 fyrir Krist. Í gosinu er talið að Hekla hafi spúið 7,3 rúmkílómetrum af gosefnum. Gosið er talið hafa valdið kólnandi veðráttu í nokkur ár á norðlægum slóðum í heiminum. Hópur sérfræðinga í sögu Egyptalands taldi árið 1999 að gosið hefði valdið hungursneyð árið 1159 fyrir Krist, í valdatíð Ramsesar III. Trjáhringir í írskum eikum vitna um 18 ára kuldaskeið og hefur Heklugosinu mikla verið kennt um það.

Toba-vatn

Toba er svokallað ofureldfjall og myndar gosaskjan gríðarstórt stöðuvatn á norðurhluta Súmötrueyju í Indónesíu. Í eldfjalli þessu varð fyrir um 70.000 árum risavaxið ofureldgos sem jarðvísindamenn merkja 8, efst á VEI-skalanum. Í gosinu komu upp um 2500 rúmkílómetrar af kviku. Aska barst víða um Asíu og sjást víða um álfuna marga metra há öskulög í jarðlögum. Talið er að gosið hafi þeytt 10 þúsund milljón tonnum af brennisteinssýrum í andrúmsloftið sem hafði skelfilegar afleiðingar fyrir veðurfar jarðar. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur skrifar um Tobaeldgosið á Vísindavefnum. „DNA-rannsóknir á mönnum benda til að það hafi myndast „flöskuháls“ í þróun mannsins í kjölfar þessa eldgoss þar sem talið er að einungis um 10 þúsund einstaklingar hafi lifað gosið af. Súpereldgos eru bundin við svæði þar sem flekar rekast saman og fara undir hvor annan. Því eru ekki miklar líkur á því að slíkt eldgos geti átt sér stað á Íslandi þar sem landið er á flekaskilum. Almennt eru líkur á súpereldgosum litlar, en þó er vert að geta þess að líkur á súpereldgosi af stærðinni 300 km3 nú á 21. öld eru taldar um 1%.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Andri Snær – Sjálfsvíg líka tengd mínum vinahópi sem er venjulegasti vinahópur í heimi

Andri Snær – Sjálfsvíg líka tengd mínum vinahópi sem er venjulegasti vinahópur í heimi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjörnufans á opnunarsýningu RIFF – Elíza Reid var stórglæsileg í silkikjól

Stjörnufans á opnunarsýningu RIFF – Elíza Reid var stórglæsileg í silkikjól
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jóhanna Guðrún opnar sig um umfjöllunina eftir að vinir Sjonna sigruðu: „Ég fékk vægt taugaáfall“

Jóhanna Guðrún opnar sig um umfjöllunina eftir að vinir Sjonna sigruðu: „Ég fékk vægt taugaáfall“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hilary Duff setti fylgjuna í þeyting og finnst það „ennþá ógeðslegt“

Hilary Duff setti fylgjuna í þeyting og finnst það „ennþá ógeðslegt“