fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Fókus

Reykjavík: Bjöllur fyrir þjónustufólk í forsköluðum timburhúsum við Ásvallagötu

Margrét Gústavsdóttir
Miðvikudaginn 18. apríl 2018 13:00

Myndina tók Vigfús Sigurgeirsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi merkilega ljósmynd af Samvinnuhúsunum svokölluðu við Ásvallagötuna hefur vakið verðskuldaða athygli í Facebook hópnum Gamlar ljósmyndir.

Myndina birti síðustjórinn Guðjón Friðriksson og segir í myndatexta að arkitekt húsanna hafi verið Þórir nokkur Baldvinsson en sá var fyrsti íslenski arkitektinn til að stunda nám í Bandaríkjunum. Húsin voru reist árið 1934 og eru í svokölluðum „funkis“ stíl sem var gríðarlega vinsæll í Þýskalandi á þessum árum og nýtur sín jafnframt vel í Norðurmýrinni.

Yfirbragðið sem sjá má á þessari mynd er reyndar löngu horfið þar sem flest húsin eru hulin trjágróðri og svo hefur verið skipt um klæðningar á mörgum þessara húsa.

Við myndina hafa skapast líflegar umræður þar sem fólk rifjar meðal annars upp hverjir áttu heima í þessum húsum og hvort það hafi verið réttlætanlegt að breyta útliti þeirra og ásýnd.

Baldur J. Baldursson útskýrir að timburhúsin hafi verið forsköluð og múrinn með nokkuð sérkennandi áferð sem m.a. var kölluð Ey-steinn, þar sem þau voru ekki úr steini.

Guðrún Þórðardóttir:Það á við um húsin á Sólvallagötu og Hringbraut og sunnanverða Ásvallagötu að annað hvert hús er steinsteypt. Húsin á myndinni við norðanverða Ásvallagötu voru öll múrhúðuð timburhús.“

Og Guðjón síðustjóri bætir við að  eitt og eitt hús hafi þó fengið að halda sér, svo sem hús Eysteins Jónssonar ráðherra á Ásvallagötu 67 sem sjá má á þessari mynd: 

Gylfi Magnússon: „Klæðningarnar eiga sér væntanlega í flestum tilfellum þá skýringu að viðkomandi hús voru „forsköluð“. Sú byggingaraðferð var meingölluð og það þurfti á endanum að rífa klæðninguna af og setja aðra í staðinn með ærnum tilkostnaði. Afgangurinn af húsunum sem byggingarsamvinnufélagið reisti var annað hvort bárjuárnshús (ódýrust) eða steinsteypt (dýrust). Báðar þær tegundir reyndust vel.“

Forstjórar og fyrirmenni

Guðrún Þórðardóttir: „Í húsunum á fyrstu myndinni af Ásvallagötu bjuggu upphaflega m.a. Guðbrandur Magnússon fortjóri ÁTVR, Stefán Jóhann Stefánsson síðar forsætisráðherra, Guðlaugur Rósinkranz síðar Þjóðleikhússtjóri, Steingrímur Steinþórsson síðar forsætisráðherra og Barði Guðmundsson þjóðskjalavörður. Þessum man ég eftir frá því ég var barn en ég átti heima við Sólvallagötu í timburhúsi.“

Þá kom smiðurinn Pétur Einarsson með merkilegt innlegg í spjallþráðinn og útskýrði hvers vegna svo miklar breytingar hafi verið gerðar á sumum þessara húsa:

„Timburhúsin voru múrhúðuð á hænsnanet og pokapússuð. Með tímanum fúnaði timbrið illa, þakið gersamlega ónýtt enda loftun engin, en húsgrindin var að mestu heil. Kjallari var steyptur. Ég varð að taka Ásvallagötu 52 (Guðbrandar Magnússonar í Brennivíninu, sem kallaður var) nánast í frumeindir sínar með því að rífa þakið af, rífa alla klæðningu utan af húsinu og loka svölum og endurbyggja loftið þar.

Einangrun var mór, en sett var steinull. Einangrun í þaki var spænir, sem var orðinn hráblautur. Þakið var nánast lárétt og tvöfaldur pappinn orðinn morkinn og lak. Við þessar endurbætur voru góð ráð dýr því enginn vegur var að „forskala“ húsið aftur, svo breytt var um klæðningu og svölum lokað, að öðru leiti hélt húsið sínum stíl. Loftun var öll gerð eftir bestu þekktum aðferðum.

Þessi ameríska byggingaraðferð þessara fallegu funkishúsa hefur aldrei hentað hér á Íslandi og voru mikil mistök – en menn vissu ekki betur í þann tíma. Líklega hefði verið ódýrara að rífa húsið og byggja nýtt, en að endurbyggja í sama stíl. Til gamans má geta þess að kjallarinn, með sérinngangi, var ætlaður fyrir þjónustufólk og bjöllur voru um allt hús sem notaðar voru til þess að hringja á það til verka.“

Smelltu HÉR til að sækja um inngöngu í hópinn á Facebook. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segir fólk ljúga upp á Vefjuna eftir umdeildu ummæli Reynis – „Gjörsamlega búið að dauðadæma okkur og fyrirtækið okkar“

Segir fólk ljúga upp á Vefjuna eftir umdeildu ummæli Reynis – „Gjörsamlega búið að dauðadæma okkur og fyrirtækið okkar“
Fókus
Í gær

Kristín Avon gengin út

Kristín Avon gengin út
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvar átt þú heima í kvikmyndagerð? Taktu skemmtilegt próf

Hvar átt þú heima í kvikmyndagerð? Taktu skemmtilegt próf
Fókus
Fyrir 2 dögum

Faðirinn sem setti líf fjölskyldunnar á netið – Skandallinn og klámstjarnan

Faðirinn sem setti líf fjölskyldunnar á netið – Skandallinn og klámstjarnan
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Mér finnst gaman að vera ber að ofan. Af hverju ætti ég ekki að græða á því?“

„Mér finnst gaman að vera ber að ofan. Af hverju ætti ég ekki að græða á því?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég myndi aldrei stíga fram núna miðað við móttökurnar sem þessi fórnarlömb eru að fá”

„Ég myndi aldrei stíga fram núna miðað við móttökurnar sem þessi fórnarlömb eru að fá”
Fókus
Fyrir 4 dögum

Floyd Mayweather slóst við YouTube-stjörnur í gær

Floyd Mayweather slóst við YouTube-stjörnur í gær
Fókus
Fyrir 4 dögum

Reynir Bergmann harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um Sölva málið – „Mellur og vændiskonur fokkið ykkur“

Reynir Bergmann harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um Sölva málið – „Mellur og vændiskonur fokkið ykkur“