fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Kertasníkir heldur toppsætinu sem vinsælasti jólasveinninn

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 17. desember 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýrri könnun MMR á vinsældum jólasveinanna þá er Kertasníkir er vinsælasti jólasveinninn fjórða árið í röð með 29% tilnefninga.

Vinsældir Stúfs féllu á milli ára en hann situr enn í öðru sætinu, fjórum prósentustigum á eftir Kertasníki og Hurðaskellir var líkt og fyrri ár í þriðja sæti með 13% tilnefninga.

Kertasníkir reyndist vinsælasti jólasveinninn á meðal kvenna en heil 39% kvenna héldu sérstaklega upp á hann, samanborið við 19% karla. Á meðal karla reyndist Stúfur hlutskarpastur, en 22% þeirra nefndu hann sem sinn uppáhalds jólasvein, samanborið við 27% kvenna.

Spurt var: Hver er þinn uppáhalds jólasveinn?
Svarmöguleikar voru: Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottaskefill, Askasleikir, Hurðaskellir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur, Kertasníkir og ég á engan uppáhalds jólasvein.
Samtals tóku 68,6% afstöðu til spurningarinnar, aðrir kváðust ekki eiga uppáhalds jólasvein.
Hlutfallstölur eru reiknaðar sem hlutfall af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar.

Nokkurn mun var að finna á vinsældum jólasveinanna eftir kyni svarenda. Kertasníkir var efstur á blaði hjá konum líkt og í síðustu mælingum en 39% kvenna sögðu hann sinn uppáhalds jólasvein, samanborið við 19% karla. Þá naut Stúfur mestra vinsælda á meðal karla (22%) en lenti í öðru sæti á meðal kvenna (27%). Hurðaskellir mætti með látum í þriðja sætið hjá báðum kynum en jólasveinninn ærslafulli reyndist þó ögn vinsælli hjá körlum (16%) heldur en konum (10%). Mestan mun á vinsældum eftir kyni svarenda var að finna hjá Bjúgnakræki, sem reyndist uppáhalds jólasveinn 9% karla en einungis 1% kvenna.

Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 975 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 5. til 11. desember 2018
Eldri kannanir sama efnis:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“