fbpx
Laugardagur 23.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Svartidauði gefur út Revelations of the Red Sword

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 16. október 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 3. desember kemur út önnur breiðskífa Svartadauða, Revelations of the Red Sword, beggja megin Atlantshafsins á vegum þýska útgáfufyrirtækisins Ván Records.

Revelations of the Red Sword kemur út nákvæmlega sex árum, upp á dag, eftir útgáfu fyrstu breiðskífu Svartadauða, Flesh Cathedral, sem ruddi brautina fyrir Íslensku svartmálmssenuna á heimsvísu.

Revelations of the Red Sword inniheldur sex lög með samanlagðan spilunartíma upp á 47:34 mínútur.

Titill plötunar, Revelations of the Red Sword, vísar til geisla rísandi- og hnígandi sólar og rammar þar verkið inn í logandi sólarvindum.

Upptökur fóru fram í Studio Emissary undir stjórn Stephen Lockhart, sem sá auk þess um alla hljóðblöndun á plötunni. Öll myndlist á plötunni var gerð sérstaklega af slóvaska listamanninum David Glomba fyrir þessa útgáfu.

Svartidauði hefur löngum verið titlaður sem konungur íslensks svartmálms en Svartadauða gæti ekki verið meira sama og vill frekar bjóða þér með í djöfullegt martraðartripp til handanvíddarinar.
Síðan Svartidauði gaf út sína fyrstu breiðskífu, Flesh Cathedral, þann 3. desember 2012, hefur bandið verið á fleygiferð út um alla Evrópu, bæði á tónlistarhátíðum og tónleikaferðalögum. Flesh Cathedral fékk vægast sagt frábærar viðtökur og endaði á árslistum fjölda tímarita þrátt fyrir að hafa komið út aðeins korteri fyrir áramót. Árið 2014 gaf Svartidauði út tveggja laga þröngskífuna Synthesis of Whore and Beast, sjötommuna Hideous Shilouettes of Lynched Gods árið 2016 og svo Untitled sjötommu ári seinna.

Sturla Viðar Jakobsson – söngur/bassi
Þórir Garðarsson – gítar
Magnús Skúlason – trommur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar völdu bestu elskhuga Íslands: „Það var mikil kynorka á Kaffibarnum á þessum tíma“

Sérfræðingar völdu bestu elskhuga Íslands: „Það var mikil kynorka á Kaffibarnum á þessum tíma“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigurður Árni með mikilvæg skilaboð: „Minning um rosalegan þjófnað hefur sótt á mig síðustu daga“

Sigurður Árni með mikilvæg skilaboð: „Minning um rosalegan þjófnað hefur sótt á mig síðustu daga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslendingur gerði Ólaf Darra „starstruck“: „Þig langar að heilsa og segja takk“

Íslendingur gerði Ólaf Darra „starstruck“: „Þig langar að heilsa og segja takk“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Við erum Kolfinna, Nói og Baldur Ingi

Við erum Kolfinna, Nói og Baldur Ingi