fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Úlli gengst undir krabbameinsmeðferð – Vinnufélagar hans rökuðu af sér hárið til að sýna samstöðu

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 27. september 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Siglfirðingurinn Gunnlaugur Úlfar Gunnlaugsson greindist með krabbamein í lok árs 2017. Hann er núna í lyfjakúr til að halda meininu í skefjum.

Gunnlaugur Úlfar, sem er alltaf kallaður Úlli, er búsettur í Grindavík þar sem hann á og rekur öflugt fyrirtæki, Lagnaþjónustu Suðurnesja, ásamt Rúnari Helgasyni.

Á vefsíðunni Trölli.is segir frá að eins og fylgir jafnan strangri krabbameinsmeðferð þá hefur Úlfar nýverið misst hárið. Í kjölfarið hafði sonur Úlla, Þorfinnur Gunnlaugsson sem vinnur hjá föður sínum, samband við vinnufélaga sína og lagði það til að þeir sýndu Úlla stuðning í verki. Tóku þeir þá til óspilltra málanna og rökuðu af sér hárið allir sem einn. Var síðan hóað í Úlfar niður í vinnu og við blöstu þessir frábæru hárlausu vinnufélagar.

Úlfar er með meinvörp í lungum og höfði. Þetta eru litlir hnútar, margir í lungunum og sex í höfðinu. Þessir hnútar eru ekki að gefa honum nein einkenni núna og þeir geta verið rólegir og slakir í mörg ár. Þetta er ólæknandi flöguþekjukrabbamein og ekki hægt að fjarlægja neitt og ekkert hægt að segja til um hvernig þetta muni hegða sér.

Eins og Þorfinnur sagði á Facebook-síðu sinni „Það sem ég elska þessa starfsmenn okkar og sýnir pabba vonandi að hann hefur risastórt stuðningsnet á bak við sig í gegnum þessa baráttu við krabbameinið.“

Úlfar er giftur Kristínu Gísladóttur og eiga þau samanlagt fjögur börn og fjögur barnabörn. Fjölskyldan er einstaklega samhent og tekur veikindunum með miklu æðruleysi og er opinská um veikindin. Úlfar er núna í lyfjameðferð.

Hjónin Kristín og Úlfar með börnum, barnabörnum og tengdabörnum.

Úlfar er hress og kátur og lætur þetta ekkert stoppa sig í að njóta lífsins og ætla þau hjónin til Vestmannaeyja um næstu helgi á Lundaballið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“