fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Elín Kára: „Hverjir eru það sem mega hreyfa sig á ferðalagi?“

Elín Kára
Mánudaginn 6. ágúst 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elín Káradóttir heldur úti blogsíðu undir eigin nafni þar sem hún skrifar um jákvætt hugarfar, fjármál og lífstíl. Í þessum pistli fjallar hún um hverjir það eru sem mega hreyfa sig í ferðalögum.

Ég fór í viku ferðalag. Mjög skemmtilegt ferðalag þar sem ég ferðaðist um Ísland, sá náttúru, upplifði staði og hitti fólk sem mér þykir vænt um. Á þessu viku ferðalagi var ég ekki með hugann mikið við átakið mitt sem ég kalla #10peppvikur. Hins vegar setti ég mér það viðmið að borða þannig að mér líði vel en fá mér allt sem mig langar (á mannamáli: borða ekki yfir mig!). Þetta gekk mjög vel og ég kem sátt við sjálfa mig úr þessu ferðalagi.

Ein spurning hefur verið að veltast um í hausnum á mér í ferðalaginu; hverjir eru það sem mega hreyfa sig í ferðalagi? Ég til dæmis tók með mér eitt par af íþróttafötum, íþróttabuxur, -bol, -topp og -skó. Vegna þess að ég sá fyrir mér að ég gæti haft tíma til að hreyfa mig í fríinu. Og til að svala forvitni þinni, þá já – ég fór í þau einu sinni og fékk mér göngutúr.

Íþróttataskan ógurlega

Kona* fór í nokkurraa daga ferðalag. Konan er að koma sér upp nýjum lífstíl þar sem hreyfing og gott matarræði fer smátt og smátt að verða hluti af hennar venjum. Í ferðalagið tók hún með sér allt íþróttadót sem þurfti fyrir eina góða æfingu. Íþróttataskan ógurlega með öllu íþróttadótinu var með í ferðalaginu, en aldrei gafst tími til að fara á æfingu.

Ógurlega íþróttataskan var fyrir í bílnum á ferðalaginu og var farin að vekja gremju hjá hinum ferðafélögunum. Konan byrjaði að tala sjálfa sig í niður í huganum og segja sjálfri sér að hún hefði betur sleppt þessu íþróttadóti, þetta er bara fyrir og svo gera menn grín af þessum nýja lífstíl sem ég er að reyna koma mér upp til að líða betur.

Ég spyr:

Var það rétt hjá konunni að taka íþróttatöskuna ógurlegu með sér í ferðalagið?

Hefði íþróttatöskunnar ógurlegu verið saknað ef hún hefði verið skilin eftir heima?

Hverjir eru það sem mega taka ógurlegar íþróttatöskur og hreyfa sig í ferðalagi?

Er það fit-fólkið? Er það fólkið sem er vel yfir 10 kg of þungt? Er það þeir sem hafa tekið þátt í Biggest looser? Eða mega það kannski allir?

Hver er staðan eftir viku þrjú?

Eins og einhverjir hafa tekið eftir þá er ég í sjálfskipuðu prógrammi sem ég kalla #10peppvikur. Þar sem ég hvet sjálfa mig áfram í átt að betra lífi, mjaka mér nær kjörþyngd og verða orkumeiri. Einhverjir eru að fylgjast með mér á Instagram og sjá hvað ég er að elda og bralla í kringum #10peppvikur.

Staðan eftir vikuna er svona:

Matarræði: Ég gæti ekki verið meira spennt fyrir því að vera búin í ferðalögum sumarsins. Framundan er fiskurinn minn, kjúklingurinn og kjötið mitt, sem ég elda sjálf. Já, ég er sko farin að hlakka til að elda í mínu eldhúsi og halda eins manns veislur sem gefa mér orku og vellíðan.

Einhverra hluta vegna sukkar maður óþarflega mikið á ferðalagi. Að keyra frá Egilsstöðum til Reykjavíkur með tvö börn og það eldra er tveggja ár, það kallar bara á Congabita og hamborgara. Hins vegar þá hef ég vanið mig á að drekka samt sem áður bara vatn og mögulega sódavatn – meira að segja líka í ferðalögum. Svo fagna ég því bara að ég er ekki í hverri viku að keyra þessa leið, sem tekur 10 klukkutíma með tvö lítil ljós í aftursætinu.

Hreyfing: Mig langar til að hreyfa mig meira því mér líður svo vel þegar ég hreyfi mig. Í komandi viku ætla ég að hreyfa mig meira. Fara í göngutúr og gera nokkrar æfingar á bílskúrsgólfinu. Helst af öllu vil ég rúlla mig alla. Það er gott/vont að rúlla sig en umfram allt mjög nauðsynlegt. Þetta verður mission!

Vellíðan: Ég er að koma mér í rútínu, leikskólinn byrjaður og þvottakarfan flæðir ekki. Já – mér líður bara nokkuð vel.

Vigtin: +1 kg.

*Sagan um konuna og íþróttakonuna ógurlegu er skáldskapur en byggður á sönnum atburðum. Samt ekki um mig sjálfa.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“