fbpx
Föstudagur 13.júní 2025
Eyjan

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu

Eyjan
Miðvikudaginn 7. maí 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það á aldrei að setja hlutina fram í bræði. Betra er að hugsa málin yfir og jafnvel skrifa bréf fyrir skúffuna þegar mann langar til að tjá sig. Á Alþingi er góður samstarfsandi og vinátta og traust þvert á flokka. Gott er að hafa í huga, þegar maður tjáir sig í þessu litla samfélagi á íslandi að maður veit aldrei með hverjum maður getur fest í lyftu einn daginn. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Dilja Mist - 6
play-sharp-fill

Eyjan - Dilja Mist - 6

Þú lýsir góðu samstarfi í þinginu. Er það nú ekki þannig að þó að þarna séu þingmenn úr hinum og þessum flokkum, sumir í stjórn og aðrir í stjórnarandstöðu, þá er nú ágætur andi þarna, er það ekki?

„Jú, það var það sem kom mér mest á óvart, og svona best á óvart, þegar ég settist á inn á þing, það var þessi gríðarlega góði starfsandi og góða vinátta sem myndast þvert á flokka. Starfsskilyrðin eru auðvitað þannig að þínir helstu keppinautar, ef svo má komast að orði – keppinautar innan gæsalappa – hvort sem það er um hygli kjósenda, athygli eða í prófkjörum eða hvernig sem við leysum úr okkar málum – eru auðvitað innan flokks,“ segir Diljá Mist.

Hún segir þetta vera skrítið umhverfi að starfa í. „Það myndast oft ekki síður vinátta og trúnaður milli flokka, maður tekur vel eftir því þegar maður kemur inn á þing.“

Það er nú einmitt talið hafa verið kveikjan að ríkisstjórninni, sem féll í síðustu kosningum en var upphaflega mynduð 2017, að það hafi verið sérstakt trúnaðarsamband milli Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar sem gerði það samstarf mögulegt.

„Þá var ég auðvitað ekki inni á þingi þannig að ég þekki ekki alveg hvernig sú dínamík varð til, en það kemur mér ekkert á óvart því að maður sér gagnkvæman trúnað og traust myndast milli flokka og það er ótrúlega mikilvægur eiginleiki að hafa í stjórnmálum. Fólk mætti vera meðvitaðra um það það skiptir miklu máli,“ segir Diljá Mist.

Hún segir fólk gjarnt á að horfa helst til þeirra sem eru sammála því, en ekki síður sé það mikilvægur eiginleiki í stjórnmálum að fólk geti unnið með öllum.

Já, og vika er langur tími í pólitík og harðasti andstæðingur þinn í dag getur verið orðinn samherji í ríkisstjórn eftir viku eða á næsta ári.

„Já, vika er ekki langur tími í pólitík og svo er íslenskt samfélag svo ofboðslega lítið. Ég var einhvern tímann beðin um að gefa góð ráð í skemmtilegum lið sem er alltaf í Heimildinni. Þá var ég að rifja upp ráð sem mér var gefið á lögmannsstofunni þar sem ég vann í mörg ár sem fulltrúi, að maður ætti ekki að kasta hlutum fram í bræði heldur hugsa málin yfir og skrifa svokölluð skúffubréf ef maður ætlaði að bera fram umkvartanir koma einhverju fram við fólk. Í þessari umfjöllun minni fór ég líka yfir það að maður ætti að hafa það í huga í leik og starfi á Íslandi að þú veist aldrei með hverjum þú getur fest í lyftu einn daginn.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Svandís boðar samstarf við aðra flokka

Svandís boðar samstarf við aðra flokka
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir það blasa við að „samstöðudans stjórnarmeirihlutans“ sé sérlega stirður milli tveggja flokka

Segir það blasa við að „samstöðudans stjórnarmeirihlutans“ sé sérlega stirður milli tveggja flokka
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Þetta er það sem stórútgerðin fær í afslátt hjá þjóð sinni

Sigmundur Ernir skrifar: Þetta er það sem stórútgerðin fær í afslátt hjá þjóð sinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Þráin eftir Trump

Óttar Guðmundsson skrifar: Þráin eftir Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

YAY og Landsbankinn stofna nýtt félag

YAY og Landsbankinn stofna nýtt félag
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tveggja turna tal

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tveggja turna tal
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Þetta var kannski viðbúið, en ekki eru þetta gleðitíðindi“

„Þetta var kannski viðbúið, en ekki eru þetta gleðitíðindi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Er Trump búinn að tapa sér endanlega? – Stórfurðuleg færsla hans um aftöku Biden

Er Trump búinn að tapa sér endanlega? – Stórfurðuleg færsla hans um aftöku Biden
Hide picture