fbpx
Miðvikudagur 18.september 2024
Eyjan

Framkvæmdastjóri Betri samgangna: Útboð vegna Fossvogsbrúar á næstu vikum

Eyjan
Laugardaginn 31. ágúst 2024 17:30

Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðgert er að fara í útboð á fyllingum vegna nýrrar Fossvogsbrúar á næstu vikum og þegar brúin verður tilbúin mun strætó geta notað hana, ásamt gangandi og hjólandi, þó að ekki sé ráðgert að Borgarlínan sjálf verði komin í gagnið fyrr en árið 2031. Þetta hefur í för með sér að tímaáætlun strætó verður mun nákvæmari en nú er. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, er viðmælandi Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hlýða má á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Davíð Þorláksson - 2.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Davíð Þorláksson - 2.mp4

„Þetta eru fjórir þættir sem við fjárfestum í. Það eru stofnvegir. Þar eru í heildina tíu verkefni, þrjú þeirra eru búin, eitt er í fullum gangi – það er Arnarnesvegurinn eða lokaáfangi hans sem tengist Breiðholtsbraut og tengir þá Breiðholtið og efri byggðir Kópavogs. Það er risastór framkvæmd og miklar hjóla- og göngustígaframkvæmdir tengdar því,“ segir Davíð.

„Svo eru sex framkvæmdir eftir. Það eru stokkarnir – það er Sæbrautarstokkur, Miklubrautarstokkur, sem reyndar er lagt til að verði Miklubrautargöng, og gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar. Það er líka Reykjanesbrautin í Hafnarfirði við Kaplakrika og í kringum Setbergshamarinn þar sem eru talsverðar umferðartafir. Þar er verið að skoða ofanjarðarlausnir – einhvers konar mislæg gatnamót – en líka verið að skoða að gera göng undir Setbergið. Og svo, í lengri framtíð, stokkur í Garðabæ.“

Davíð segir sex lotur Borgarlínunnar vera í samgöngusáttmálanum. Fyrsta lotan sé stærst, um 30-40 prósent af heildarfjárfestingunni í Borgarlínunni. „Það er þá frá Hamraborg um Kársnesið yfir nýja brú yfir Fossvoginn og þar þræðir hún þrjá stærstu vinnustaði landsins; það er Háskólann í Reykjavík, Landspítalann og Háskóla Íslands. Hún fer svo niður í bæ, svo upp Hverfisgötu, upp á Suðurlandsbraut, yfir Sæbrautarstokkinn og upp á Höfða. Það er svona næst okkur í tíma og gert er ráð fyrir að hún verði tilbúin í heild sinni árið 2031.“

Davíð segir einhverja áfanga verða tilbúna fyrr og þeir muni nýtast strax. Þar megi nefna Fossvogsbrúna. „Við getum vonandi farið að bjóða út fyllingar vegna hannar bara á næstu vikum. Þegar hún verður tilbúin er hægt að nýta hana strax fyrir gangandi og hjólandi og fyrir strætó þó að Borgarlínan sjálf verði ekki tilbúin. Strætó getur nýtt þetta og verið með miklu áreiðanlegri tímatöflur eftir því.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys í Árborg
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ríkisstjórnin áformar að fella brott jöfnunarframlag á örorkubyrði lífeyrissjóða – „Seilast í ellilífeyri fátækasta fólksins á Íslandi“

Ríkisstjórnin áformar að fella brott jöfnunarframlag á örorkubyrði lífeyrissjóða – „Seilast í ellilífeyri fátækasta fólksins á Íslandi“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Svönu líst ekki á blikuna: Ábyrgðarleysi að vara ekki við

Svönu líst ekki á blikuna: Ábyrgðarleysi að vara ekki við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Starfsmaður þingflokks Sjálfstæðismanna furðar sig á mótmælunum í dag – „Það er gert grín að okkur fyrir þetta erlendis“

Starfsmaður þingflokks Sjálfstæðismanna furðar sig á mótmælunum í dag – „Það er gert grín að okkur fyrir þetta erlendis“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Setningarávarp forseta Íslands: „Samhljómur um það hvaða mál eru brýnust í okkar samfélagi“

Setningarávarp forseta Íslands: „Samhljómur um það hvaða mál eru brýnust í okkar samfélagi“
Hide picture