fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Endurreisa þarf forgang almennings til orku hér á landi

Eyjan
Þriðjudaginn 14. maí 2024 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tækifæri Íslands eru ekki bara á höfuðborgarsvæðinu þó að fólkið sé flest þar. Tækifærin eru um allt land. Saga hitveituvæðingar er saga almannahagsmunavæðingar og sama má segja um raforkusöguna. Halla Hrund Logadóttir segir mikilvægt að skerpa á lögum og tryggja að forgangur almennings til orku verði endurreistur en hann hvarf úr lögum árið 2003. Hún segir að innviðauppbygging sé lykill að því að hagnýta tækifærin um allt land. Halla Hrund er gestur Ólafs Arnarsonar í sjónvarpsþætti á Eyjunni í aðdraganda forsetakosninga. Hægt er að nálgast þáttinn hér á Eyjunni, ár hringbraut.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans. Einnig má nálgast þáttinn sem hlaðvarp án myndar.

Hér er brot úr þættinum:

Eyjan - Halla Hrund - 3.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Halla Hrund - 3.mp4

„Það að við séum að horfa á almannahagsmuni, það er eitthvað sem skiptir svo miklu máli alltaf þegar við erum að horfa á innviðauppbyggingu, alltaf þegar við erum að horfa á þróun löggjafar, að það sé verið að hugsa um fólkið í landinu,“ segir Halla Hrund.

Hún segir þetta atriði hafa komið vel í ljós á Reykjanesi þegar þar varð heitavatnslaust í einu vetfangi í fimbulkulda. „Það varð svo áþreifanlegt hversu mikilvæg þessi auðlind, eins og ég kalla hana, gullið okkar – jarðhitann, hversu mikilvæg sú auðlind er fyrir samfélagið. Ef maður horfir aftur í söguna þá var hitaveituvæðingin almannahagsmunavæðing í þeim skilningi að það var alltaf verið að hugsa um samfélagið. Það er sama þegar við hugsum um raforkusöguna. Þetta er saga sem byrjar auðvitað með litlum virkjunum að frumkvæði bænda og annarra um allt land en færist síðan yfir í stærri sögu, en saga Landsvirkjunar og saga stærri virkjana er líka saga almannahagsmuna.“

Hér er þátturinn í heild:

Eyjan: Halla Hrund Logadóttir
play-sharp-fill

Eyjan: Halla Hrund Logadóttir

Halla Hrund segir að núna séu tímarnir í orkumálum mjög áhugaverðir. „Það þarf að skerpa löggjöf. Það var afnuminn í lögum 2003 þessi forgangur almennings og það er eitthvað sem við þurfum að passa varðandi raforkuöryggið. Við þurfum líka að horfa á það að samfélög um allt land, að við séum að byggja upp innviði, orkuinnviði, en þetta á líka við um vegakerfi og annað sem þjónar ferðaþjónustu, matvælaiðnaði, ég á við landbúnað og sjávarútveg, og auðvitað daglegri starfsemi samfélaga.“

Hún segist telja forsetaembættið hafa mikilvægu hlutverki að gegna í að efla skilning okkar á ólíkum áskorunum samfélaga um allt land. „Maður tekur kannski eftir því að það hefur orðið ákveðin meiri gjá af því að fleiri hafa flutt á höfuðborgarsvæðið ef maður horfir á undanfarna áratugi, en tækifæri Íslands eru um allt land.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?
Hide picture