fbpx
Laugardagur 03.júní 2023
Eyjan

Bjarni og Kristrún tókust á í Silfrinu – Segir Samfylkinguna hafa pakkað stefnumálum sínum niður í kassa

Eyjan
Sunnudaginn 21. maí 2023 11:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Silfrið á RÚV í dag er helgað umræðum formanna stjórnmálaflokkanna sem gera upp þingveturinn. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi efnahagsstjórn síðustu tíu ára harkalega og sagði að langan tíma myndi taka til að vinda ofan af þeim mistökum sem hefðu verið gerð. Hún sagði jafnframt að hún hefði viljað sjá ríkisstjórnina grípa til aðgerða í fyrrahaust þegar yfir vofði verðbólga og húsnæðishækkanir.

Þegar Kristrún var spurð hvað hún myndi gera núna ef hún væri fjármálaráðherra nefndi hún leigubremsu og hærri húsnæðisbætur. Vaxtabætur ætti að nýta til að stuðla að því að vaxtahækkanir lendi jafnt á fólki. „Það er ríkisstjórnarnnar að gera fólki kleift að vinna sig út úr þessum skafli,“ sagði Kristrún.

„Það er beinlínis verið að segja að síðustu 10 ár hafi farið forgörðum,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Furðaði hann sig á málflutningi Kristrúnar. Bjarni sagði að fyrir tíu árum hafi helsta stefnumál Samfylkingarinnar verið að ganga í ESB og ný stjórnarskrá en þessum málum hafi nú verið pakkað ofan í kassa en í sömu andrá haldi flokkurinn því fram að tíu síðustu ár hafi farið forgörðum.

Bjarni sagði að ríkisstjórnin hefði skapað skjól fyrir þá tekjulægstu og vandinn á húsnæðismarkaðinum sé að það vanti ódýrar íbúðir, ekki síst í Reykjavík, þar sem Samfylkingin er við völd, en þar væri helst verið að byggja á dýrum þéttingarreitum.

Kristrún sagði að augljóslega væru hún og Bjarni ósammála í grundvallarmálum. Henni þætti hins vegar undarlegt að heyra því haldið fram að eini munurinn á flokkunum tveimur væru stjórnarskráin og ESB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Umdeildi stiginn í Breiðholti kostaði 36 milljónir króna

Umdeildi stiginn í Breiðholti kostaði 36 milljónir króna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Enn stafar mikil hætta af öfgahægrimönnum í Bandaríkjunum – Beina sjónum sínum á nýjar slóðir

Enn stafar mikil hætta af öfgahægrimönnum í Bandaríkjunum – Beina sjónum sínum á nýjar slóðir