fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Eyjan

Jón dregur í land – „Með engum hætti vil ég saka þingmenn um mútuþægni“

Eyjan
Þriðjudaginn 28. mars 2023 18:36

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir það ekki hafa verið rétt af sér að vitna til orðróms um meinta mútuþægni alþingismanna varðandi veitingu ríkisborgararéttar handa einstaklingum.

Það varð allt vitlaust á Al­þingi í dag þegar Jón ­sakaði nefndar­menn alls­herjar- og mennta­mála­nefndar og aðra þing­menn minni­hlutans um að þiggja þakk­lætis­vott frá fólki sem hefur verið fengið ríkis­borgara­rétt hérlendis. Þessi orð lét dómsmálaráðherra falla þegar nefndin sakaði hann um lög­brot þegar hann kom í veg fyrir að Út­lendinga­stofnun af­hendi gögn í tengslum við veitingu ríkis­borgara­réttar.

„Það má líka skoða þar, til að mynda í nefndinni sem um þetta fjallaði, hver séu mögu­leg tengsl fólks við það fólk sem hefur verið veittur ríkis­borgara­réttur. Er mögu­legt að ein­hverjir hafi komið að borðinu áður með at­vinnu eða vinnu við að sinna þeim hælis­leit­endum sem voru að fá veitingu á ríkis­borgara­rétti? Hefur mönnum borist ein­hver sér­stakur þakk­lætis­vottur fyrir að hafa veitt ríkis­borgara­rétt? Þetta eru kannski at­riði sem væri á­stæða til að fá til skoðunar hjá nefndinni og fá svör við því hvort ein­hver orð­rómur um slíkt eigi við rök að styðjast,“ sagði Jón meðal annars í ræðu sinni.

Kröfðu Jón um afsökunarbeiðni

Í kjöl­far um­mæla Jóns urðu þingmenn minnihlutans fokreiðir og kröfðust af­sökunar­beiðni af hálfu Jóns. Birgir Ár­manns­son, for­seti Al­þingis, þurfti oft að grípa inn í og minna þing­menn á að gæta orða sinna.

Þórunn sagði meðal annars að Jón gæti ekki lagst lægra.

„End­ur­­tek­ur slúðrið og lyg­ina eins langt og það nær og eins lengi og hann get­ur í þeirri von að kjós­end­ur trúi því. Lægra er ekki hægt að leggj­ast hér á hinu háa Al­þingi hæst­virt­ur for­­seti, og for­­seti læt­ur það við­gang­ast að hæst­virt­ur dóms­­mála­ráð­herra rægi þing­­menn úr ræðu­stól Al­þing­is,“ sagði Þór­unn.

Jón baðst þó ekki afsökunar á þingi en hann birti neðangreinda yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni nú fyrir stundu og áréttaði að það hefði ekki verið ætlun hans að saka þingmenn um mútþægni.

Hefur ekki lagt í vana sinn að vitna til orðróms í ræðustól

Í tilefni af umræðu á Alþingi fyrr í dag um veitingu ríkisborgararéttar vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Það var ekki rétt af mér í ræðustól Alþingis að vitna til orðróms sem hefur verið í gangi – enda hef ég ekki lagt slíkt í vana minn.

Í ræðu minni á þingi vísaði ég til þess orðróms sem hefur verið á kreiki um að tiltekinn þingmaður hafi greitt atkvæði um umsóknir um ríkisborgararétt handa einstaklingum sem hann hafði sinnt hagsmunagæslu fyrir. Þá hafi þingmaður hugsanlega í einhverju tilviki þegið þakklætisvott fyrir aðkomu sína að afgreiðslu mála.

Í ræðu minni ávarpaði ég þennan orðróm og kallaði eftir því hann yrði skoðaður enda um alvarlegt mál að ræða ef rétt reynist.

Það hvarflaði hins vegar ekki að mér að ásaka neinn um að hafa þegið mútur og mér þykir leitt að ég hafi ekki orðað þann hluta ræðu minnar nægilega skýrt. Með engum hætti vil ég saka þingmenn um mútuþægni.

Yfirlýsing Jóns á Facebook-síðu hans:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmaður leggst gegn tollfrelsi fyrir Úkraínu – „Við erum að taka gríðarlega áhættu“

Framsóknarmaður leggst gegn tollfrelsi fyrir Úkraínu – „Við erum að taka gríðarlega áhættu“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Eva Ýr nýr mannauðsstjóri Alvotech

Eva Ýr nýr mannauðsstjóri Alvotech
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tollfrelsi Úkraínu: Ólafur spyr hvort Bjarni ætli að lúffa undan hagsmunaðilum í landbúnaði

Tollfrelsi Úkraínu: Ólafur spyr hvort Bjarni ætli að lúffa undan hagsmunaðilum í landbúnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stóru bankarnir þrír fá ákúrur fyrir frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands – verklagi ábótavant hjá þeim öllum

Stóru bankarnir þrír fá ákúrur fyrir frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands – verklagi ábótavant hjá þeim öllum