fbpx
Laugardagur 02.desember 2023
Eyjan

Nýr bæjarstjóri Kópavogs á ofurlaunum – „Þetta er ROSALEGA mikill akstur“

Eyjan
Miðvikudaginn 15. júní 2022 13:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í Kópavogi var samþykkt að oddviti Sjálfstæðisflokksins, Ásdís Kristjánsdóttir, yrði ráðin sem bæjarstjóri. Þar áður hafði tillaga frá Vinum Kópavogs um að starfið yrði auglýst felld með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans.

Rúmlega 2,5 milljónir á mánuði

Samkvæmt drögum að ráðningarsamningi við Ásdísi munu mánaðarleg laun hennar nema 2.380.021 kr. en innifalið í þeirri fjárhæð eru laun bæjarstjóra fyrir nefndarstörf (bæjarfulltrúalaun) og breytast heildarlaunin ekki þótt breytingar verði gerðar á nefndarlaunum til hækkunar eða lækkunar. Um er að ræða föst laun og því ekki greitt aukalega fyrir vinnu sem unnin er utan hefðbundins dagvinnutíma.

Launin taka breytingum samkvæmt launavísitölu tvisvar á ári, í janúar og í júlí.

Auk þessara launa fær bæjarstjóri greiddan útlagðan kostnað vegna nota bifreiðar sinnar í þágu starfs síns sem nemur 1.250 km á mánuði, eða 158.750 krónur, en aksturstyrkurinn er skattfrjáls.

Launin samkvæmt ráðningarsamningnum greiðast í sex mánuði eftir að ráðningartíma (kjörtímabili) lýkur.

60 km hvern einasta vinnudag

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, gerði bókun á fundi bæjarstjórnar í gær þar sem hún gagnrýnir akstursstyrkinn.

„Fastur akstursstyrkur fyrir 1.250 kílómetra akstur á mánuði (upphæð 158.750 kr á mánuði) er gamaldags ákvæði sem á ekki heima í ráðningarsamningi bæjarstjóra árið 2022. Í málefnasamningi meirihlutans er fjallað um mikilvægi þess að vanda vel til verka þegar kemur að umhverfismálum, og að vistvænir ferðamátar og virðing gagnvart umhverfinu leiki þar lykilhlutverk. Það að bæjarstjóri Kópavogs fyrirhugi að aka 60.000 kílómetra á kjörtímabilinu setur ekki gott fordæmi.“

Sigurbjörg Erla hefur þar að auki vakið athygli á málinu á Facebook-síðu sinni þar sem hún furðar sig á því að bæjarstjóri fái styrk sem reikni með því að hún aki um 60 km hvern einasta vinnudag.

„Þetta er ROSALEGA mikill akstur og engin rök fyrir slíku ákvæði. Þetta jafngildir um 60 kílómetra akstri hvern einasta vinnudag. Hvern. Einasta. Vinnudag. Það er engin þörf fyrir bæjarstjóra Kópavogs til að keyra svona mikið vegna starfa sinna, en þess má jafnframt geta að Kópavogsbær á og rekur nokkra rafbíla sem standa starfsfólki stjórnsýslunnar til boða þegar það þarf að fara úr húsi til að reka erindi.“

Sigurbjörg segir akstursstyrkinn einnig stinga í stúf við yfirmarkmið Kópavogsbæjar, Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og málefnasamning meirihlutans þar sem talað er um mikilvægi þess að huga að umhverfismálum og vistvænum ferðamátum.

„Það að bæjarstjóri Kópavogs fyrirhugi að aka 60.000 kílómetra á kjörtímabilinu setur ekki gott fordæmi.“

Sigurbjörg segir að í ljósi ofangreinds sé ekki furða að í málefnasamningi meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Kóavogi sé hvergi minnst á borgarlínu, strætó eða almenningssamgöngur.

Fær að auki greitt fyrir setu í stjórnum

Ásdís var eins í gær valin í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, stjórn samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir setu í stjórnunum eru greidd mánaðarlaun sem bætast við umsamin launakjör Ásdísar hjá Kópavogsbæ.

Þegar samið var við fráfarandi bæjarstjóra Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, árið 2018, gagnrýndi minnihlutinn einnig launakjör hans. Þar var bent á að laun Ármanns hefðu hækkað um 750 þúsund krónur frá upphafi kjörtímabilsins þar á undan. Laun Ármanns voru samkvæmt samningnum 2018 1890 þúsund krónur og  fékk hann 137 þúsund í akstursstyrk. Ármann rataði á lista yfir hæst greiddu borgar- og bæjarstjóra heimsins og skaut borgarstjórum margra stærstu borga heimsins ref fyrir rass.

Þar var einnig gagnrýnt að samningurinn við Ármann, sem var gerður 12. júní, myndi hækka samkvæmt launavísitölu strax 1. júlí.

Sambærilegt ákvæði er að finna í samningi Ásdísar og munu laun hennar því hækka um mánaðamótin.

Til samanburðar má nefna að laun Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, voru tæplega 2 milljónir við lok síðasta kjörtímabils og föst mánaðarlaun Katrínar Jakobsdóttur voru í apríl 2.222.272 kr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmar Guðmundsson skrifar: Stjórnleysi og skattar

Sigmar Guðmundsson skrifar: Stjórnleysi og skattar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Írar saka Íslendinga um rányrkju á makríl – Óttast að íslenskum skipum verði hleypt í lögsöguna

Írar saka Íslendinga um rányrkju á makríl – Óttast að íslenskum skipum verði hleypt í lögsöguna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stjórn Marel hafnar óskuldbindandi viljayfirlýsingu JBT Corporation um mögulegt tilboð

Stjórn Marel hafnar óskuldbindandi viljayfirlýsingu JBT Corporation um mögulegt tilboð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gengst við óhóflegri drykkju og dólgslátum – „Þetta mál er mér ekki til sóma og mér þykir það mjög leiðinlegt“

Gengst við óhóflegri drykkju og dólgslátum – „Þetta mál er mér ekki til sóma og mér þykir það mjög leiðinlegt“