fbpx
Miðvikudagur 22.júní 2022
EyjanFastir pennar

Heimir skrifar: Þegar Rússinn tók bita af Úkraínu en kafnaði á Zelenskyy

Heimir Hannesson
Mánudaginn 7. mars 2022 11:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innrás Rússa í Úkraínu er nú tólf daga gömul.

Stjórnvöld í Kænugarði segjast nú hafa drepið, sært eða handsamað yfir tíu þúsund rússneska hermenn. Jafnvel þó sú tala sé ýkt um 100% er um gríðarlegt áfall fyrir Rússa að ræða.

Í 9 ár gerðu Sovétríkin tilraun til þess að ná tökum á Afganistan. 15 þúsund sovéskir drengir í júniformi létu lífið. Ef við gefum okkur að látnir í Úkraínu séu 3 þúsund á tíu dögum sér það hver maður, að það stefnir í algjört óefni fyrir Rússana.

Þeir vita það líka bersýnilega sjálfir, af aumkunarverðum tilraunum þeirra til að þagga niður mannfallið heima fyrir að dæma. Þá er ljóst að Rússum grunaði aldrei að andspyrnan yrði svo sterk eða að siðmenntaði hluti heims myndi bregðast við af slíkri hörku og raun bar vitni.

Rússneska hagkerfið er rjúkandi rúst og þó eiga vesturlöndin enn inni tvær öflugar bombur: gas- og olíuviðskiptabann, og að klippa alla banka frá SWIFT systemminu, en ekki bara suma. Kauphöllin í Moskvu var lokuð alla síðustu viku og fresta stjórnvöld í Kremlin þannig hinu óumflýjanlegu: komplett hruni á verðbréfamörkuðum. Það er reyndar skiljanlegt. Það er eitt að milljarðamæringar missi snekkjur sínar í hendur stjórnvalda í Hollandi, Frakklandi eða Þýskalandi. Þeir kaupa sér bara nýjar. Erfiðara verður fyrir Vladimir að útskýra fyrir rússneskum almenningi hvers vegna ævisparnaður þeirra gufaði upp á mörkuðum vegna „smávægilegrar aðgerðar“ í Úkraínu hvar íbúar þrá að láta Rússana frelsa sig undan oki nýnasíska gyðingsins úr úkraínska Besta flokknum, að sögn Vladimirs.

Þessi sami almenningur gæti þá farið að leggja saman tvo og tvo og hugsanlega, í fyrsta skipti í 20 ár, fengið út fjóra.

Stjórnvöld í Moskvu, ef stjórnvöld skyldi kalla, eiga þá í vök að verjast fyrir alþjóðlegum dómstól götunnar. Á meðan Úkraínumenn leggja heiminn undir sig með hernaðarlegum hetjudáðum í beinum útsendingum á samfélagsmiðlum og sjarmerandi forseti landsins biður leiðtoga vesturlanda um hernaðaraðstoð í stað flóttaleiðar, berast sögur af úkraínskum ömmum að fella dróna með gúrkukrukkum og heimamönnum að gefa snökktandi rússneskum hermanni tesopa og símtal til mömmu. Sögur sem maður alla jafna myndi afskrifa sem „fog-of-war“ áróðurs vitleysu, nema fyrir þær sakir að virðulegir fjölmiðlar hafa staðfest enn ævintýralegri frásagnir af fremstu víglínu og trúir maður nú hverju sem er þegar kemur að reyfarakenndum uppátækjum úkraínskra heimavarðasveita, skipulögðum og ekki.

Þá eru myndbönd af úkraínskum bændum að draga rússneska skriðdreka tvist og bast um sveitir landsins og annað af úkraínskum bónda að dunda sér við að kveikja í yfirgefnum rússneskum hergögnum sem kostuðu meira í framleiðslu en hann mun afla á ævi sinni ekki að gera mikið fyrir trúverðugleika rússneska bjarnarins.

Allt þetta skilur mann eftir með eina einfalda hugsun: Þetta er bara aldrei að fara að ganga upp hjá þeim.

PR stríð Rússa er svo gjörsamlega tapað líka. Þeirra fremsta sveit á þeim vígvelli er skipuð trúðum sem í blindni fylgja Pútínslínunni frá Kremlin, sama hversu fáránleg og samhengislaus hún kann að hljóma. Sendiherra Rússa gagnvart Íslandi er einn þeirra. Hann nýtur nú einskis trausts og þorir líklega ekki út úr húsi. Réttast væri auðvitað að senda hann heim. Við erum í kjörstöðu til þess að ríða á vaðið með slíka hluti. Við þurfum ekki gasið þeirra, og við þurfum ekki markaðinn þeirra. Við erum Rússó-neutral þjóð, ef svo má að orði komast.

Guðni forseti negldi þetta þegar hann sagði að Íslendingar styddu Úkraínumenn. Þó að Ísland væri smá þjóð værum við ekki smáar sálir.

Stóra spurningin nú er hversu lengi getur hernaðurinn haldið áfram. Sagt er að Rússar eigi sér 900 þúsund manna standandi her. Það er mikill herafli. Um 100 þúsund af þeim 900 þúsundum er nú staddur í eða við Úkraínu, nokkur þúsund af þeim eru látnir og að minnsta kosti einum er haldið nauðugum í úkraínsku teboði.

Rússland er stórt land og Rússar, merkilegt nokk, hafa staðið sig vel í að eignast óvini undanfarna tvo áratugi. Stór hluti heraflans er því bundinn á öðrum stöðum, til dæmis um borð í herskipum Rússa sem sigla á öllum heimsins höfum og við landamæri að öðrum „óvinaríkjum.“ Allur 900 þúsund manna herinn verður því aldrei til taks í Úkraínu.

Svo er það þannig að „tooth-to-tail“ hlutfall rússneska hersins er hátt. Sumir hafa sagt allt að 1:10. Hlutfallið, svo það sé útskýrt, segir til um það hversu margir hermenn eru að baki hverjum hermanni í fremstu víglínu. Það er að segja, hvað þarf marga hermenn í olíuflutninga, bifvélavirkjun, sjúkraflutninga, þyrluflug, skipulagningu, eldamennsku o.s.frv, fyrir hvern hermann sem á að sjá um að skjóta óvininn.

Í seinni heimsstyrjöld var þetta hlutfall 1:1. Síðan hefur það hækkað mikið eftir því sem að hernaður varð tækni- og vélvæddari. Ef hlutfallið er 1:10 í rússneska hernum, og herinn telur 100 þúsund, og Úkraínumenn segjast vera búnir að fella, særa eða handsama 10 þúsund, hlýtur nú mannfallið að vera farið að taka vel í rússneska herinn – þó hann sé stór.

Sett í annars konar samhengi má nefna að stærsti fótboltavöllur Bretlands tekur 90 þúsund áhorfendur. Allur rússneski herinn í Úkraínu kæmist þannig í sæti á Wembley og afgangurinn í stæði í Egilshöll.

Nú er ég bara leikmaður, en hvernig rúmur fótboltavöllur ætlar að sigra, og hernema, eitt stærsta og fjölmennasta ríki í Evrópu með 44 milljónum íbúa sem flestir virðast til í slaginn, er mér framandi. Öllu alvarlegra, er að Pútín virðist ekki hafa hugmynd um hvað hann er að gera sjálfur og málar sig sífellt út í þrengra horn.

Sagan hefur sýnt að einmitt þar eru galnir menn hættulegastir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
13.05.2022

Framtíð menntunar

Framtíð menntunar
EyjanFastir pennar
12.05.2022

Endurreisn Sovétríkjanna á íslenska húsnæðismarkaðnum

Endurreisn Sovétríkjanna á íslenska húsnæðismarkaðnum
EyjanFastir pennar
07.05.2022

Kjósum borgarstjóra beinni kosningu

Kjósum borgarstjóra beinni kosningu
Aðsendar greinarFastir pennar
20.04.2022

Alls ekki tala um Bjarna

Alls ekki tala um Bjarna
EyjanFastir pennar
17.04.2022

Björn Jón skrifar: Hreinsanirnar í Eflingu

Björn Jón skrifar: Hreinsanirnar í Eflingu
Aðsendar greinarFastir pennar
11.04.2022

Öfgar skrifa: Afleiðingar ofbeldis sem fjórða valdið beitir þolendur

Öfgar skrifa: Afleiðingar ofbeldis sem fjórða valdið beitir þolendur
EyjanFastir pennar
27.03.2022

Björn Jón skrifar: Ríkið í ríkinu

Björn Jón skrifar: Ríkið í ríkinu
EyjanFastir pennar
22.03.2022

Heimir skrifar: Einfalt (og flókið) verkefni Hildar í Reykjavík

Heimir skrifar: Einfalt (og flókið) verkefni Hildar í Reykjavík
EyjanFastir pennar
27.02.2022

Björn Jón skrifar: Vinstri grænir gegn grundvallaröryggishagsmunum Vesturlanda

Björn Jón skrifar: Vinstri grænir gegn grundvallaröryggishagsmunum Vesturlanda
EyjanFastir pennar
26.02.2022

Pútín og Úkraína – Aumingjaskapur Vesturlanda – Hvaða land er næst?

Pútín og Úkraína – Aumingjaskapur Vesturlanda – Hvaða land er næst?