fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Eru dagar Boris Johnson á stóli forsætisráðherra taldir? Verður þetta arftaki hans?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. ágúst 2021 05:55

Boris Johnson Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á aðeins fjórum vikum hefur stuðningur íhaldsmanna við Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, minnkað um tæplega 36 prósentustig. Johnson er nú fimmti óvinsælasti ráðherrann samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðunni Conservative Home. Sumir ganga svo langt að segja að hann sé orðinn valtur í sessi sem forsætisráðherra.

Ástæðan fyrir vinsældahrapinu er að stórum hluta reikul stefna Johnson varðandi heimsfaraldur kórónuveirunnar og eru sumir þingmenn flokksins sagðir vera byrjaðir að svipast um eftir nýjum leiðtoga, svona ef það skyldi nú reynast nauðsynlegt að skipta um.

Augu margra beinast að hinum 41 árs Rishi Sunak sem fæddist í Southampton en foreldrar hans eru punjab hindúar sem fluttu til Bretlands frá Austur-Afríku. Hann hefur setið á þingi síðan 2015 og hefur verið fjármálaráðherra síðan á síðasta ári.

Að loknu námi við Winchester College og Oxford tók hann meistaragráðu við Stanford háskólann í Bandaríkjunum. Þar kynntist hann Akshata Murthy og kvæntist henni. Hún er dóttir indversks milljarðamærings.

Rishi Sunak. Mynd:EPA

 

 

 

 

 

 

Því næst lá leið hans í fjármálageirann þar sem hann starfaði þar til hann varð vararáðherra í annarri ríkisstjórn Therese May. Sunak er efasemdarmaður um Evrópusamstarfið innan ESB og hann studdi útgöngusamning May við ESB. Þegar hún lét af embætti studdi hann Johnson.

Sunak er sagður duglegur, sjálfsöruggur og gefa sig allan í þau verkefni sem hann tekur sér fyrir hendur. Samkvæmt niðurstöðum kannana Yougov þá er hann vinsælasti ráðherrann um þessar mundir en eins og Paul Goodman, hjá Conservative Home, skrifaði í Times þá er auðvelt að ávinna sér stuðning þegar maður dreifir peningum í allar áttir. Það getur að hans mati orðið erfiðara fyrir Sunak að halda vinsældum sínum þegar greiða þarf kostnaðinn við heimsfaraldurinn og taka ákvarðanir um skattahækkanir og niðurskurð.

Sunak getur að vissu leyti þakkað heimsfaraldrinum fyrir vinsældirnar og það þrátt fyrir að hann hafi ásamt Boris Johnson reynt að koma sér undan því að fara í sóttkví eftir að hafa umgengist Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, þegar hann var smitaður af kórónuveirunni. Það hneyksli virðist aðeins hafa lent á Johnson sem sætir vaxandi gagnrýni eftir ósigur Íhaldsflokksins í tvennum aukakosningum og vegna máls Matt Hancock, sem varð að láta af embætti heilbrigðisráðherra eftir að upp komst um framhjáhald hans með ráðgjafa sínum.

Sunak hefur hins vegar aflað sér vinsælda með ráðum sínum til almennings um að lifa án ótta og með því að setja ríkisstyrkta áætlun til styrktar veitingastöðum í gang en hún nefnist „Eat Out to Help Out“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus