fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
Eyjan

Kjörgögn meðhöndluð áður en kjörstjórn var öll mætt – Búið að upplýsa lögreglu

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 30. september 2021 17:46

Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í norðvesturkjördæmi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þvert á það sem áður hefur verið haldið fram hófst meðhöndlun atkvæða í norðvesturkjördæmi á sunnudag áður en allir meðlimir kjörstjórnar voru mættir á staðinn, og áður en umboðsmenn listanna mættu. Þeim upplýsingum hefur verið komið til lögreglu. Þetta herma öruggar heimildir DV.

Kjörseðlar í öllum kjördæmum nema norðvesturkjördæmi voru innsiglaðir eftir fyrstu talningu. Hluti kjörstjórnar neitaði að undirrita fundargerð vegna talningarinnar.

Minnst hluti kjörstjórnar hefur þegar farið í skýrslutöku hjá lögreglu vegna framkvæmdar talningarinnar en Karl Gauti Hjaltason kærði hana til lögreglu. Karl Gauti féll úr jöfnunarsæti fyrir Miðflokkinn við endurtalninguna.

Þá hefur Magnús Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, sagst ætla að kæra framkvæmdina til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi.

Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu var töluvert misræmi milli talninga. Atkvæðaseðlum fjölgaði um tvo, Sjálfstæðisflokkur fékk tíu atkvæði til viðbótar en Viðreisn missti níu. Þá fækkaði auðum seðlum um tólf en ógildum fjölgaði um ellefu.

Í fundargerð vegna talningar í norðvesturkjördæmi segir:

Fundi var frestað kl. 07:35 og ákveðið að honum yrði framhaldið kl. 13:00.

Meðan á fundarfrestun stóð voru kjörgögn geymd í salnum þar sem talningin fór fram en hann var læstur og öryggismyndavélar eru við inngang hans.

Kl. 11:46 kom oddviti aftur á talningarstað en um það leyti hafði Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar samband við oddvitann og skýrði frá því að lítill munur væri á atkvæðafjölda að baka jöfnunarsætum í Norðvestur- og Suðurkjördæmi. Var því beint til yfirkjörstjórnar hvort tilefni væri til nánari skoðunar vegna þessa.

Kl. 12:15 mætti Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir á talningarstað.

Kl. 12:30 mætti Berglind Lilja Þorbergsdóttir starfsmaður yfirkjörstjórnar.

Kl. 13:00 mættu Guðrún Sighvatsdóttir, Bragi Axelsson og Katrín Pálsdóttir á talningarstað. Var fundi þá framhaldið.

Vegna ábendingar formanns landskjörstjórnar var ákveðið að fara yfir atkvæði greidd C lista Viðreisnar. Í fyrsta C atkvæðabunka sem oddviti tók upp reyndust vera átta atkvæði sem tilheyrðu D lista og eitt atkvæði sem tilheyrði B lista. Yfirkjörstjórn fór í framhaldi yfir öll atkvæði C lista þ.e. athugaði hvort öll önnur en fyrrgreind atkvæði D og B lista tilheyrðu ekki örugglega C lista sem voru í bunkum merktum C. Svo reyndist vera en þá lá fyrir að mannleg mistök höfðu átt sér stað við talningu atkvæða undir morgun og níu atkvæði höfðu ranglega lent í atkvæðabunka C lista sem tilheyrðu öðrum framboðslistum. Með hliðsjón af þessu taldi yfirkjörstjórn ekki annað fært en að endurtelja öll atkvæði sem talin höfðu verið og yfirfara annað sem kynni að hafa leitt til þess að fyrrgreind niðurstaða um fjölda atkvæða hvers framboðslista væri ekki rétt.

Samkvæmt heimildum DV var ekki eining meðal fulltrúa kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur. Þá gefi fundargerðin til kynna að meðhöndlun atkvæða hafi ekki hafist fyrr en allir fulltrúar kjörstjórnar voru mættir en það sé ekki rétt og neitaði hluti þeirra að undirrita hana. Í gerðarbók sést síðan að enginn skrifar undir nema Ingi Tryggvason. Athygli hefur verið vakin athygli á þeirri ótrúlegu tilviljun að heil 9 röng atkvæði hafi verið í fyrsta bunkanum sem formaður yfirkjörstjórnar tók til skoðunar.

Úr gerðarbók
Úr gerðarbók
Úr gerðarbók
Úr gerðarbók
Úr gerðarbók

 

DV hefur sent ritara landskjörstjórnar beiðni um afrit af minnisblaði vegna samtals Kristínar Edwalds, formanns landskjörstjórnar, við Inga Tryggvason á sunnudag þar sem því var beint til yfirkjörstjórnar hvort tilefni væri til að telja aftur.

Landskjörstjórn útdeilir á morgun kjörbréfum til nýkjörinna þingmanna, samkvæmt endurtalningunni en við hana fóru fimm jöfnunarþingmenn út og fimm nýir komu inn.

Eftir að kjörbréfum hefur verið úthlutað verður hægt að setja Alþingi sem mun sjálft taka til meðferðar fyrirhugaðar kærur vegna kosninganna. Kjörbréfanefnd, skipuð þingmönnum, sér um það.

Engin fordæmi eru fyrir þessari undarlegu stöðu. Raunar telur Mannréttindadómstóll Evrópu ótækt að þingmenn greiði sjálfir atkvæði um lögmæti eigin kjörs, eins og til stendur hér.

Endurtalið eftir ábendingu frá formanni landskjörstjórnar – „Ef menn ætla að svindla í kosningum þá svindla þeir í kosningum“

Sjáðu muninn milli talninga sem felldi Karl Gauta – Auðum seðlum fækkaði um tólf

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

NATO sendir herskip í Eystrasalt vegna vaxandi spennu – „Erum hér til að sýna samstöðu“

NATO sendir herskip í Eystrasalt vegna vaxandi spennu – „Erum hér til að sýna samstöðu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lækna-Tómas sendir Þórdísi væna pillu – „Orðalag spurninga hennar er stundum vart hægt að túlka öðruvísi“

Lækna-Tómas sendir Þórdísi væna pillu – „Orðalag spurninga hennar er stundum vart hægt að túlka öðruvísi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkin undirbúa óhefðbundinn stríðsrekstur gegn Rússum

Bandaríkin undirbúa óhefðbundinn stríðsrekstur gegn Rússum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera í kreppu – „Núna er Sjálfstæðisflokkurinn orðinn afturhald“

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera í kreppu – „Núna er Sjálfstæðisflokkurinn orðinn afturhald“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þau fá listamannalaun árið 2022 – 785 milljónir í boði fyrir 236 listamenn – Sjáðu nöfnin

Þau fá listamannalaun árið 2022 – 785 milljónir í boði fyrir 236 listamenn – Sjáðu nöfnin
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fordæma hatur og rasisma í garð Lenyu Rúnar – „Má ekki viðgangast átölulaust“

Fordæma hatur og rasisma í garð Lenyu Rúnar – „Má ekki viðgangast átölulaust“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur Betty ráðin framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins

Hildur Betty ráðin framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ungt fólk fjármagnar íbúðarkaup með lánum sem foreldrar þess taka

Ungt fólk fjármagnar íbúðarkaup með lánum sem foreldrar þess taka