fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Eyjan

Birgir Ármannsson: Jón talar ekki fyrir þingflokkinn

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 6. september 2019 09:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athygli vakti í morgun ummæli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu, hvar hann fyrir hönd þingflokks síns hótaði stjórnarslitum ef umhverfisráðherra bætti ekki verklag sitt:

„Ég get ekki séð að við þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins get­um stutt stjórn­ar­sam­starf sem fer fram með þess­um hætti. Það er best að gera grein fyr­ir því strax,“

skrifaði Jón.

Talar ekki fyrir hönd þingflokksins

Birgir Ármannsson er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir Jón aðeins tala fyrir sjálfan sig:

„Jón talar auðvitað bara fyrir sína hönd og ekki annarra, en auðvitað eigum við eftir að ræða þessi mál frekar á vettvangi þingflokksins. Það eru skiptar skoðanir um þessi mál sem Jón nefnir eins og gefur að skilja. En þegar menn skrifa svona greinar þá tala þeir auðvitað bara fyrir sína hönd,“

ítrekaði Birgir við Eyjuna.

Hann nefndi einnig að málið yrði tekið til umræðu innan þingflokksins á næstu dögum, en vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti, til dæmis um hvort þetta væri almennt viðhorf þingmanna Sjálfstæðisflokksins, sem Jón nefnir í grein sinni.

Lögbrjótur

Jón sagði að umhverfisráðherra, Guðmundur I. Guðbrandsson, VG, færi ekki að lögum varðandi friðlýsingar:

„Aðferðafræði hans stenst að mínu mati enga skoðun og hafa marg­ir hags­munaaðilar full­yrt að ekki sé farið að lög­um í þeirri út­færslu sem hann boðar. Ég er sam­mála því að verklag hans sam­ræm­ist ekki lög­um.“

Umhverfisráðherra undirritaði í ágúst undir friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum, samkvæmt rammaáætlun frá árinu 2013, þegar virkjanahugmyndir voru slegnar af á svæðinu.

Var það fyrsta svæðið úr verndarflokki rammaáætlunar sem var friðlýst, en umhverfisráðherra hóf friðlýsingarátak sitt á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tilboð Hugvits í nýtt kerfi Reykjavíkurborgar nam tæpum milljarði

Tilboð Hugvits í nýtt kerfi Reykjavíkurborgar nam tæpum milljarði
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Eru veggjöld í hrópandi mótsögn við Borgarlínu ? – Sjáðu hvað veggjöldin gætu kostað þig á ári

Eru veggjöld í hrópandi mótsögn við Borgarlínu ? – Sjáðu hvað veggjöldin gætu kostað þig á ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hugleiðsla í sýndarveruleika

Hugleiðsla í sýndarveruleika
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halldóra sökuð um skort á jarðtengingu: „Ekkert nýtt af nálinni að íhaldsmenn skorti framsýni“

Halldóra sökuð um skort á jarðtengingu: „Ekkert nýtt af nálinni að íhaldsmenn skorti framsýni“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón segir Kolbrúnu ekki hafa lágmarks þekkingu á því sem hún skrifar um – „Það er greinilegt að Kolbrún hefur misskilið hvað gagnrýni mín gengur út á“

Jón segir Kolbrúnu ekki hafa lágmarks þekkingu á því sem hún skrifar um – „Það er greinilegt að Kolbrún hefur misskilið hvað gagnrýni mín gengur út á“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Reykjavíkurborg innleiðir nýtt upplýsingastjórnunarkerfi

Reykjavíkurborg innleiðir nýtt upplýsingastjórnunarkerfi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Helga Vala nýr formaður velferðarnefndar

Helga Vala nýr formaður velferðarnefndar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Tveir toppar á útleið hjá Arion banka – Sagðar fórnarlömb hreinsana sem enn sé ekki lokið

Tveir toppar á útleið hjá Arion banka – Sagðar fórnarlömb hreinsana sem enn sé ekki lokið