fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Dóra Björt: „Þeir félagar Páll og Eyþór hafa enga afsökun fyrir þessa vitleysu“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 27. ágúst 2019 13:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skólamáltíðir í Reykjavíkurborg er helsta þrætueplið í umræðunni í dag. Nú gagnrýna Píratarnir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður, og Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi, ummæli Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, um vinstri menn í borgarstjórn. Sagði hann að þeir ættu að huga að sjálfum sér og auka gæði fæðisins áður en rætt verði um að minnka kolefnisfótsporið með því að skerða framboð dýraafurða í skólum borgarinnar.

Sömuleiðis fær Páll Magnússon, þingmaður flokksins, væna sneið fyrir sitt innlegg sem hljóðaði svo.

„Þetta er auðvitað með hreinum ólíkindum. Einhver tilfallandi borgarstjórnarmeirihluti ætlar að þvinga börn til að framfylga vægast sagt umdeildum kenningum í næringarfræði og umhverfisvernd. Þetta er Reykjavík – ekki Austur-Berlín fyrir hrun múrsins.“

Ímyndaðar ofsóknir

Dóra Björt sakar Eyþór og Sjálfstæðisflokkinn um að leggja upp í „enn eitt menningarstríðið“:

„Í þetta sinn er það gegn auknu vali á grænmeti og ávöxtum í mötuneytum borgarinnar. Þetta nær ekki nokkurri átt lengur. Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekki standa fyrir neitt annað en tilfinningalegt uppnám yfir ímynduðum ofsóknum. Ef það eru ekki mötuneyti starfsmanna sem eru fyrir þeim þá eru það reiðhjól, mathallir eða borgarlína. Alltaf eru skilaboðin sú að lífsgæði hefðbundinna Sjálfstæðismanna standi ógn af menningarmarxistunum í borgarmeirihlutanum. Agalega er þetta kjánalegt alltaf og ófrumlegt,“

segir Dóra Björt og bætir við að Eyþór viti vel að ekki standi til að „troða vegnisma“ ofan í kokið á einum né neinum:

„Honum er bara alveg sama hvað er rétt og hvað er rangt og stekkur eins og alltaf á tækifæri til að skruma. Matarstefna Reykjavíkurborgar var samþykkt af öllum flokkum.“

Hún segir einnig að það sé ekki til merkis um stríð að bjóða upp á aðra valkosti og skammar sömuleiðis Pál Magnússon, þingmann Sjálfstæðisflokksins fyrir sitt innlegg:

„Það er ekki stríð gegn einkabílnum að öðrum sé boðið að hjóla og taka strætó. Það er ekki stríð gegn veitingahúsum að starfsfólkið okkar fái aðgang að mötuneytum og það er ekki stríð gegn kjötætum að bjóða upp á ávexti og grænmeti í skólum barna. Sé stríð í gangi þá er það gegn vitrænni umræðu þegar oddviti Sjálfstæðisflokksins finnur hjá sér þörf til að klæða sig í bol merktum kjöti og þingmaður flokksins ber aukið val í mötuneytum skóla- og frístundasviðs við Austur-Berlín. Báðum er bent á að í borginni eru frábær og ódýr bókasöfn þar sem sækja má sér þekkingu. Þar vinnur yndislegt starfsfólk sem hjálpar fróðleiksfúsum. Þeir félagar Páll og Eyþór hafa enga afsökun fyrir þessa vitleysu.“

Óheiðarleg tækifærismennska

Björn Leví tekur undir orð Dóru og deilir færslu hennar á Facebook:

„Nákvæmlega þetta. Þessi ömurlegu rök um að fleiri valkostir þrengi að öðrum … að gera sjálfa sig að fórnarlambi í ímynduðu stríði er ekkert annað en tækifærismennska og klassísk deila og drottna aðferð. Að gera öðrum upp skoðanir og ráðast svo á þær er strámaður og flokkast í öllum tilvikum sem óheiðarlegt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt