fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Segir „grátlegt“ að Reykjavíkurborg setji aðgengi fatlaðra ekki í forgang meðan hundruðum milljóna sé eytt í gæluverkefni meirihlutans

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 24. júlí 2019 17:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðgengismál fyrir fatlaða eru ekki í forgangi hjá meirihlutanum í borgarstjórn, að sögn Egils Þórs Jónssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Eyjan fjallaði í dag um að aðgengi fyrir fatlaða væri verulega ábótavant í Vesturbæjarlauginni, þó svo að tugum milljóna króna hefði verið varið til annarskonar uppbyggingar í sundlauginni á liðnum árum.

Egill segir við Eyjuna að aðgengismál fyrir fatlaða séu einfaldlega ekki í forgangi hjá meirihlutanum, sem hafi látið málið sitja á hakanum:

„Það er grátlegt að ekki sé sett meira fé í þennan málaflokk af hálfu meirihlutans. Þetta þykir manni enn grátlegra í ljósi þess hve mörg hundruð milljónum er eytt í verkefni sem eiga ekki heima í verkahring sveitarfélags. Forgangsröðun fjármuna er röng, ef það væri vilji til að stórbæta aðgengismál í borginni væri t.d. löngu búið að klára að bæta aðgengi í Vesturbæjarlauginni,“

segir Egill, en hann vísar til þess að ýmis gæluverkefni Reykjavíkurborgar hafa farið langt fram úr kostnaðaráætlunum og er skemmst að minnast braggans í Nauthólsvík, hvers kostnaður er kominn yfir 450 milljónir, í stað 158 líkt og upphafleg áætlun gerði ráð fyrir.

Sérklefa seinkar í Vesturbæjarlaug

Alls 69 milljónum króna á að verja á þessu ári til að bæta aðgengi fatlaðra við stofnanir og fyrirtæki Reykjavíkurborgar, samkvæmt áætlunum, en á verkefnalistanum er sérklefi í Vesturbæjarlaug, sem fatlaðir geta nýtt sér. Kostnaður við hann er um 10.6 milljónir og eru áætluð verklok í desember á þessu ári.

Egill segir hinsvegar að þau tímamörk séu hæpin:

„Þrátt fyrir að fram komi í áætlunum að verklok séu í lok árs, gæti verið að fresta þurfi framkvæmdum í Vesturbæjarlaug þangað til næsta árs. Ástæðan er sú að það er dýrasta framkvæmd sem er á dagskrá nefndarinnar og forgangsraða þarf verkefnum í ljósi þess hve nefndin hefur úr litlum fjármunum að spila.“

Alls 69 milljónum króna á að verja á þessu ári til að bæta aðgengi fatlaðra við stofnanir og fyrirtæki Reykjavíkurborgar, samkvæmt áætlunum, en á verkefnalistanum er sérklefi í Vesturbæjarlaug, sem fatlaðir geta nýtt sér. Kostnaður við hann er um 10.6 milljónir og eru áætluð verklok í desember á þessu ári.

Vesturbæjarlaugin verst

Árið 2016 voru aðeins 7 af 17 sundlaugum Reykjavíkurborgar með sérklefa fyrir fatlað fólk, en eitthvað vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Í dag er Vesturbæjarlaug áberandi verst þegar kemur að aðgengi fyrir fatlaða, en samkvæmt ÍTR er laugin sú eina sem skortir sérstakann skiptiklefa og sérsturtu fyrir fatlaða, lyftu fyrir fatlaða, hjólastólaaðgengi í sundlaug og býður ekki upp á göngugrindur.

Þess skal getið að sérklefar eru ekki einungis hugsaðir fyrir fatlaða samkvæmt ÍTR og því gæti samkeppnin um sérklefann reynst hörð, ef fulltrúar neðantaldra minnihlutahópa skyldu ákveða að fara í sund á sama tíma:

„Sérklefar eru sérstaklega ætlaðir til að taka vel á móti: Trans fólki (og börnum) þ.m.t. kynsegin fólk, intersex fólki (og börnum), foreldrum fatlaðra barna og barna sem þurfa sérstaka aðstoð og eru af öðru kyni, fötluðu fólki með aðstoðarmann af öðru kyni, börnum að aðstoða foreldra sem eru af öðru kyni, fólki með heilsufarsvanda, svo sem stóma“

Teikning af sérklefanum í Vesturbæjarlauginni:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki