fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Ragnar Þór – „Þetta er bara angi af þessari djúpu spillingu“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 6. desember 2019 09:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að starfslokasamningurinn sem gerður var við fráfarinn ríkislögreglustjóra Harald Johannessen, sem kostar 57 milljónir króna, ýtti undir réttindi ákveðinna hópa umfram aðra:

„Þetta er ekki það sem er að gerast á almennum vinnumarkaði. Við getum kannski unnið okkur inn sex mánaða uppsagnarfrest eftir tíu ára starf. / Þarna erum við að tala um miklu meira. Ef við ætlum að fara að vinna traust á stjórnsýslunni og stjórnvöldum þá verður fólk að haga sér þannig að við getum ekki farið að búa til sérstaka forréttindastéttir í okkar samfélagi sem fá alltaf miklu meira en allir hinir,“

sagði Ragnar en vildi ekki leggja dóm á hvort dómsmálaráðherra hefði átt að taka öðruvísi á málinu en vísaði í aukið vantraust milli þings og þjóðar:

„Þetta er bara angi af þessari djúpu spillingu.“

Sagði Ragnar að mál Haraldar væri til marks um að ef menn stæðu sig ekki væru þeir verðlaunaðir með veglegum starfslokasamningi, eða nýrri stöðu.

Ragnar hefur viðrað hugmyndir sínar um að verkalýðshreyfingin bjóði fram til Alþingis en hann hyggst taka málið upp á miðstjórnarfundi ASÍ:

„Ég held að kjósendur treysti ekki núverandi flokkakerfi til að leysa þennan vanda og brúa þessa djúpu gjá. Ég hef talað um að verkalýðshreyfingin eigi að bjóða fram. Hún er sterk og hefur aflað sér mikils trausts.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus