fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Isavia kennt um „kaos í Keflavík“ – Þorgerður Katrín trúði ekki lýsingu Felix – „Er þetta ekki grín?“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 4. nóvember 2019 15:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Felix Bergsson, dagskrárgerðarmaður, tistí á Twitter í morgun um að öryggisleitin í FLugstöð Leifs Eiríkssonar hefði tekið 50 mínútur og talaði um að öngþveiti hefði myndast. Hann nefnir einnig að samkvæmt hans heimildum séu það sparnaðaraðgerðir ISAVIA sem skýri töfina:

Formaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir svarar tístinu: „Er þetta ekki grín?“

Hagrætt í rekstri

Samkvæmt Guðjóni Helgasyni, upplýsingafulltrúa ISAVIA, hefur þurft að bregðast við fækkun farþega með ýmsum hagræðingarleiðum:

„Til þess að bregðast við fækkun farþega um Keflavíkurflugvöll, bæði vegna falls WOW air fyrr á árinu og vegna minnkandi umsvifa flugfélaga á vetrarmánuðum þá hafa verið gerðar breytingar sem miða að því að draga úr kostnaði. Eins og áður hefur komið fram hefur starfshlutföllum verð breytt, vaktir styttar og dregið úr yfirvinnu. Þessar breytingar hafa verið gerðar í samráði við stéttarfélög, fulltrúa starfsmanna og trúnaðarmenn. Þrátt fyrir það leggur Isavia áfram áherslu á að veita góða þjónustu eins og kostur er á hverjum tíma,“

segir Guðjón við Eyjuna.

Uppsagnir í maí

Alls 19 var sagt upp í maí og var 15 starfsmönnum boðið lægra starfshlutfall hjá Isavia. Var það sagt aðallega vegna gjaldþrots WOW air, en einnig vegna breyttrar flugáætlunar Icelandair vegna kyrrsetningu MAX vélanna. Þær uppsagnir voru þó ekki í öryggisleitinni samkvæmt Guðjóni.

Hann segir að álag hafi myndast í morgun, en mönnunin hafi verið samkvæmt áætlun. Má því búast við að öryggisleitin taki sinn tíma það sem eftir er, ef ekki mæti allir tímanlega:

„Isavia harmar upplifun farþega við brottför í morgun. Mönnun í öryggisleit í morgun var í samræmi við áætlun okkar fyrir veturinn og flugáætlun hverju sinni. Við höfum síðan í september bent farþegum, sem eiga bókað flug milli kl. 7 og 9 á morgnana, á að mæta í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um tveimur og hálfum tíma fyrir brottför til að komast hjá töfum. Búist var við nokkru álagi á þessum tíma dags í lok sumartímabilsins og virðist svo enn vera nú í byrjun vetrar. Innritun og öryggisleit opnar kl. 05:00 alla morgna á Keflavíkurflugvelli. Farþegar eru einnig hvattir til að kynna sér þær reglur sem gilda í öryggisleit og hvernig best sé að haga ferð sinni þar í gegn til þess að flýta fyrir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt