Sunnudagur 08.desember 2019
Eyjan

Svandís vill auka geymslutíma eggja og sæðis

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að breyta reglugerð um tæknifrjóvgun þannig að hámarksgeymslutími kynfruma verði lengdur úr tíu árum í tuttugu, samkvæmt tilkynningu.

Breytingin er einkum til hagsbóta fyrir ungt fólk sem af einhverjum ástæðum vilja geyma kynfrumur sínar lengur en nú er heimilt, til dæmis vegna illkynja sjúkóma, kynleiðréttingarferlis eða af öðrum ástæðum.

Ákvörðun heilbrigðisráðherra um að lengja hámarksgeymslutíma kynfruma styður við framkvæmd laga um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru á Alþingi í júlí síðastliðnum og snúa að því að tryggja réttindi trans- og intersex fólks. Í samræmi við bráðabirgðaákvæði laganna vinna tveir starfshópar skipaðir af forsætisráðherra að því að skoða hvaða lagabreytingar þarf að gera í þessu skyni og eru þar m.a. til skoðunar lög nr. 55/1996 sem snúa meðal annars að tæknifrjóvgun.

Reglugerðarbreytingin verður send Stjórnartíðindum innan skamms og tekur gildi við birtingu, samkvæmt tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hólmfríður finnur spillingarfnyk: „Skammist ykkar fyrir að fela ykkur á bak við þessa ljótu ohf-druslu“

Hólmfríður finnur spillingarfnyk: „Skammist ykkar fyrir að fela ykkur á bak við þessa ljótu ohf-druslu“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ragnar Þór – „Þetta er bara angi af þessari djúpu spillingu“

Ragnar Þór – „Þetta er bara angi af þessari djúpu spillingu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hlemmur fær upplyftingu – Lækjartorg í niðurníðslu

Hlemmur fær upplyftingu – Lækjartorg í niðurníðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsir andláti Halldórs Ásgrímssonar: „Hringdum strax á neyðarlínuna“

Lýsir andláti Halldórs Ásgrímssonar: „Hringdum strax á neyðarlínuna“