fbpx
Sunnudagur 13.október 2019  |
Eyjan

Óttast að íslenskir bankar endi á vafasömum lista með Afganistan, Írak og Úganda vegna seinagangs stjórnvalda

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 9. október 2019 09:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn alþjóðlegi fjármálaaðgerðarhópur ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, FATF, birti skýrslu árið 2018 þar sem týnd voru til 51 atriði sem þyrftu að laga hér á landi svo að Ísland stæðist alþjóðlegar kröfur um öryggi og viðbúnað.

Í kjölfarið var ráðist í úrbætur af yfirvöldum, en í lok september 2019 voru ennþá sex atriði sem eftir stóðu. Fréttablaðið greinir frá því í dag að íslenskir bankamenn hafi áhyggjur af stöðu mála, þar sem hætta er á að Ísland ílengist á gráum lista samtakanna sem er í þriðja flokki áhættusamra landa þar sem aðgerðaráætlun er sögð í farvegi.

Meðal landa á þeim lista eru Afganistan, Jemen, Írak og Úganda, sem eru líklega ekki löndin sem íslenska bankakerfið vill bera sig saman við.

Gæti gert bönkunum erfitt fyrir

Íslensku bankarnir hafa þegar rætt við erlenda banka, sem telja að áhrifin verði óveruleg á núverandi viðskipti, þó svo það gæti flækt málin töluvert að Ísland sé á listanum. Segir Fréttablaðið að ótímabært sé að ræða á þessu stigi hvaða kostnað það gæti haft í för með sér.

Íslensk stjórnvöld telja verulegar líkur á að Ísland lendi á listanum, samkvæmt bréfi til bankastjóra í síðustu viku. Þar er sagt að bankarnir skuli undirbúa sig undir það sem koma skal. Hinsvegar sé unnið hörðum höndum af yfirvöldum að koma í veg fyrir slíka niðurstöðu.

Á Alþingi hafa verið lögð fram tvö frumvörp sem snerta á málinu. Annarsvegar frumvarp sem snýr að sölu haldlagðra kyrrsettra eigna og muna, og hinsvegar um skráningarskyldu félaga til almannaheilla sem starfa yfir landamæri. Er gert ráð fyrir að frumvörpin verði samþykkt í dag eða á morgun, en stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt þann flýti sem einkennir málin

Ekkert málefnalegt tilefni til breytinga

Í tilkynningu stjórnvalda er sagt að engin ástæða sé til þess að Ísland lendi á fyrrnefndum lista. En verði svo, ætli stjórnvöld að kappkosta að það verði aðeins til skamms tíma:

„Íslensk stjórnvöld hafa unnið ötullega að því að bæta varnir gegn peningaþvætti eins og sjá má af þeim umfangsmiklu úrbótum sem gerðar hafa verið frá því að fjármagnshöftum var aflétt og hafa öll helstu skilyrði FATF að mati íslenskra stjórnvalda verið uppfyllt. Verður því ekki séð að nokkurt málefnalegt tilefni sé til þess að breyta stöðu landsins.

Verði niðurstaðan eigi að síður sú að Ísland verði sett á fyrrnefndan lista, munu íslensk stjórnvöld kappkosta að það verði aðeins til skamms tíma, en FATF getur endurskoðað afstöðu sína á næsta ári.

Íslensk stjórnvöld hafa ásamt erlendum ráðgjöfum lagt mat á möguleg áhrif af því að Ísland lendi á listanum. Það er samdóma álit þeirra að áhrifin verði óveruleg ef af verður og er hvorki talið að sú niðurstaða hafi bein áhrif almenning né fjármálastöðugleika á Íslandi. Erlendir aðilar í viðskiptum við íslensk fyrirtæki, þá einkum fjármálafyrirtæki og tryggingafélög, gætu þurft að kanna sjálfstætt hvort varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka séu nægilega tryggar. Unnið hefur verið að því að tryggja upplýsingagjöf til slíkra aðila með það að markmiði að takmarka áhrifin ef af verður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Katrín tjáir sig um tárin: „Mér finnst það fullkomlega eðlilegt að gráta yfir þessu stóra máli“

Katrín tjáir sig um tárin: „Mér finnst það fullkomlega eðlilegt að gráta yfir þessu stóra máli“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skrítið val – hálfgleymdur og umdeildur höfundur fær Nóbelinn

Skrítið val – hálfgleymdur og umdeildur höfundur fær Nóbelinn
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sakar Þorgerði um að nýta sér innrás Tyrkja til að „koma sjálfri sér á framfæri“

Sakar Þorgerði um að nýta sér innrás Tyrkja til að „koma sjálfri sér á framfæri“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Var Ísland risavaxin peningaþvottastöð ? – Segir Bjarna ekki skilja samhengið – „Dálítið vandræðalegt“

Var Ísland risavaxin peningaþvottastöð ? – Segir Bjarna ekki skilja samhengið – „Dálítið vandræðalegt“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ísland fellur niður listann um samkeppnishæfi ríkja

Ísland fellur niður listann um samkeppnishæfi ríkja
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kallar eftir aukinni aðstoð fyrir barnaníðinga – „Brýnt er að þeir upplifi sig sem hluta af heildinni“

Kallar eftir aukinni aðstoð fyrir barnaníðinga – „Brýnt er að þeir upplifi sig sem hluta af heildinni“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Flugsérfræðingur klórar sér í kollinum yfir WOW 2: „Ekkert af þessu gengur upp“

Flugsérfræðingur klórar sér í kollinum yfir WOW 2: „Ekkert af þessu gengur upp“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

MMR: Framsókn, Píratar og VG missa fylgi – Miðflokkurinn á góðri siglingu

MMR: Framsókn, Píratar og VG missa fylgi – Miðflokkurinn á góðri siglingu