fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Brynjar svarar Ragnari um hæl: „Enginn fyndinn útúrsnúningur til gegn popúlisma af þessu tagi“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 8. október 2019 13:20

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjan hefur greint frá skætingi þeirra Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR og Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem voru gestir Silfursins á sunnudag.

Eftir þáttinn settist Brynjar við lyklaborðið og uppnefndi Ragnar „froðusnakk“ og líkti honum við hinn landskunna Ragnar Reykás úr Spaugstofunni, sem skipti um skoðun við fyrstu mótrök. Sagði Brynjar að Ragnar boðaði einfaldar lausnir líkt og alþýðuhetja væri siður, og gagnrýndi hann fyrir hugmynd sína um samfélagsbanka, sem myndi lána fólki til íbúðakaupa og lífeyrissjóðirnir ætti að hafa samráð um vexti.

Ragnar svaraði Brynjari með nánari útlistun á samfélagsbanka, sagði þá ekki komna úr vísindaskáldsögum heldur væru þeir viðskiptamódel sem reynst hafi vel og nefndi þýsku Sparkassen bankana máli sínu til stuðnings.

Sjá nánar: Brynjar kallar Ragnar Þór froðusnakk og líkir honum við Ragnar Reykás

Sjá nánar: Ragnar svarar Brynjari Níelssyni:„Samfélagsbankar eru ekki tilbúningur úr vísindaskáldsögum“

Orð en ekki aðgerðir

Í athugasemdarkerfi Ragnars Þórs á Facebook er skorað á Brynjar að svara Ragnari:

„Það er enginn fyndinn útúrsnúningur til gegn popúlisma af þessu tagi“ svarar Brynjar og nefnir síðan að það sé ekkert því til fyrirstöðu að slíkur banki sé stofnaður sem Ragnar hafi svo lengi talað um:

„Það er ekkert til fyrirstöðu að Ragnar, VR og lífeyrissjóðirnir stofni samfélagsbanka ef þeir vilja. Skil ekkert í því af hverju þeir eru ekki löngu búnir að því, nóg tala þeir um það án þess að hreyfa litla fingur í þá átt. Ég bauð þeim meira segja að fá íbúðarlánasjóð endurgjaldslaust, þann góða samfélagsbanka sem hefur kostað skattgreiðendur á annað hundrað milljarða.“

Ragnar boði stöðnun

Brynjar segir Ragnar ekki muna langt aftur til þess ástands sem hér var fyrir árið 1991, ef hann vilji virkilega að ríkið reki alla fjármála og bankaþjónustu:

„Menn tala mikið um einkavæðingu bankanna og hrunið. Þeir muna ekki hvernig fjármálamarkaður var þegar ríkið rak alla viðskiptabankana. Þeir gátu ekki þjónustað viðskiptalífið og þurftu skattgreiðendur að leggja til fjármagn reglulega og stofnaðir voru millifærslusjóðir svo fyrirtækin gætu greitt bönkunum af lánum. Allt var þetta á kostnað skattgreiðenda. Það var mikil mildi að bankarnir skyldu seldir þótt enginn reiknaði með að gætu stækkað langt yfir þetta samfélag í skjóli EES samningsins. Það var alger stöðnun í íslenski efnahagslífi fram að 1991 eða þar til þjóðarsáttin var gerð í kjarasamningum þar sem tekið var mið að efnahaglegum veruleika í fyrsta skipti. Ef menn halda að ríkið eigi að reka alla fjármála og bankaþjónustu í landinu verður svo að vera. En þeir muna þá ekki langt aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt