fbpx
Mánudagur 10.ágúst 2020
Eyjan

Margrét ósátt: 9 milljarðar í höfuðstöðvar Landsbankans – Af hverju ekki að fjölga frekar hjúkrunarfræðingum?

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 10. október 2019 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag barst umræðan að nýbyggingu Landsbankans en áætlað er að byggingin muni kosta 9 milljarða.

Margrét Tryggvadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sagði að nú væri fjármálaþjónustan að breytast. Hún segir það ekki vera einsdæmi að bankastarfsmönnum sé að fækka hér á landi.

„Þetta er ekkert bara að gerast á Íslandi. HSBC-bankinn ætlar að fækka starfsmönnum sínum um 10.000 manns, svo að eitthvað sé nefnt.“

Hún segir það vera furðulegt að Landsbankinn, banki í eigu þjóðarinnar, sé að taka upp þráðinn þar sem fyrri eigendur skildu hann eftir. 

„Mér finnst það skjóta skökku við að íslenski bankinn, ríkisbankinn, þjóðarbankinn sé að taka upp þráðinn með stórkarlalegar áætlanir fyrri eigenda sem keyrðu bankann í kaf á örfáum árum og ætli sér að byggja nýjar og glæsilegar höfuðstöðvar á einni verðmætustu byggingarlóð miðborgarinnar.“

Margrét segir að sér finnist þetta óskiljanlegt og eins og löðrungur fyrir þjóð sem gekk í gegnum miklar hörmungar vegna „ofmetnaðar bankanna og flottræfilsháttar sem keyrði þjóðarbúið í kaf“.

Hún segist ekki hafa húmor fyrir því að Landsbankinn fari út í svona framkvæmdir. Hægt væri að nýta peninginn í aðra og betri hluti.

„Um er að ræða peninga sem hægt væri að nota til að lækka vexti á húsnæðislánum okkar, viðskiptavinanna, eða greiða arð til eigenda, þjóðarinnar, svo að t.d. megi fjölga hjúkrunarfræðingum á bráðadeild Landspítalans.“

Margrét endaði ræðu sína á að spyrja Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hver skoðun hans væri á þessu máli.

Bjarni Ben svarar Margréti og segir að hann ætli ekki að standa í pontu og verja ákvörðun sem hann tók ekki sjálfur.

„Ég hef ekki tekið ákvörðun um neina byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans. Það bara er ekki þannig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir að rafvorkuverð verði að styðja við starfsemi Álversins í Straumsvík

Segir að rafvorkuverð verði að styðja við starfsemi Álversins í Straumsvík
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Logi áhyggjufullur – „Með Sjálf­stæðis­flokkinn við stjórn­völinn er hætta á að vandinn magnist“

Logi áhyggjufullur – „Með Sjálf­stæðis­flokkinn við stjórn­völinn er hætta á að vandinn magnist“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Guðna vera forseta elítunnar

Segir Guðna vera forseta elítunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur Davíð fær að heyra það – „Við munum aldrei sitja þegjandi undir uppgangi fasískra stjórnmálaafla“

Sigmundur Davíð fær að heyra það – „Við munum aldrei sitja þegjandi undir uppgangi fasískra stjórnmálaafla“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðni hjólar í Dag – „Ég hef aldrei á langri ævi horft á ann­an eins skrípaleik“

Guðni hjólar í Dag – „Ég hef aldrei á langri ævi horft á ann­an eins skrípaleik“