fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Björn gagnrýnir umfjöllun RÚV: „Já, það var undarleg frétt“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 5. september 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra og borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, hefur lengi gagnrýnt fréttaflutning RÚV í gegnum tíðina, líkt og margra sjálfstæðismanna er siður.

Í gær gerir Björn frétt RÚV af mótmælum við komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, að umtalsefni sínu. Hann gerir grín að þeim fjölda samtaka sem skipulagði mótmælin, segir að þau hafi verið fleiri þeir sem tóku þátt í þeim.

Hann gagnrýnir einnig RÚV fyrir að leggja mótmælin að jöfnu við komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna, í fréttaflutningi sínum. Hann neitar hinsvegar fyrir að hann sé að gagnrýna að RÚV hafi látið líta út fyrir að mótmælin væru fjölmennari en þau hafi í raun verið.

Birtir Björn þessa mynd á Facebook, sem sýnir um 40-50 manns á Austurvelli í gær og skrifar:

„Hér er mynd af ruv.is af mótmælum gegn Mike Pence í dag. Mótmælin voru skipulögð af eftirfarandi samtökum: Samtök hernaðarandstæðinga, Trans Ísland, Menningar- og friðarsamtökin MFÍK, Samtökin ’78, Ungir Jafnaðarmenn, Æskulýðssamtök, Femínistafélag Háskóla Íslands, Ung vinstri græn – UVG, Kvenréttindafélag Íslands, Húmanistaflokkurinn, Ungir Píratar, og Jæja Samfélag. Svo virðist sem það séu fleiri samtök sem stóðu að mótmælunum en þeir sem tóku þátt í þeim.“

Í athugasemd við færslu sína segir Björn að auki:

„Já, það var undarleg frétt sem Sunna Valgerðardóttir flutti einkum með hliðsjón af þessari mynd. Hitt er síðan rétt að hafa í huga að ríkisútvarpið hefur lagt komu varaforsetans og mótmælin að jöfnu í fréttum sínum. Þess var rækilega getið í frásögnum af komu Pence að efnt yrði til mótmæla á Austurvelli kl. 17.30. Í samtali við mig í Kastljósi í gær var líka spurt um mótmælin eins og marktækan viðburð væri að ræða. Ég áttaði mig ekki á að svo væri. Ég sá hins vegar að Advania nýtti sér komu Pence í auglýsingaskyni með því að draga marglita fána að húni.“

Björn eigi að vita betur

Sunna, fréttamaður RÚV, svarar Birni í athugasemd og neitar fyrir að hafa gefið í skyn að mótmælin væri fjölmennari en raun bar vitni:

„Þetta er alls ekki rétt hjá þér. Hvorki að koma varaforsetans sé lögð að jöfnu við mótmælin né að ég hafi gefið í skyn að á þeim væru fleiri en raunin var. Þetta veistu vel.“

Björn svarar að bragði:

„Hvar sagði ég að þú hefðir gefið þetta í skyn? Hitt að frétt um mótmælin hafi verið hnýtt við fréttir um komu Pence hafa þeir heyrt sem fylgst hafa með fréttunum.“

Eyjan gat ekki fundið frétt á vef RÚV af mótmælum í gær sem inniheldur myndina sem Björn birtir. Eina mótmælafréttin á vef RÚV síðan í gær er þessi hér, sem sýnir mótmælin í þrengri ramma en hin myndin.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“