fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Mike Pence

Minnisblað varpar ljósi á áætlun lögmanna Trump um að ógilda niðurstöður forsetakosninganna

Minnisblað varpar ljósi á áætlun lögmanna Trump um að ógilda niðurstöður forsetakosninganna

Pressan
21.09.2021

Lögmaður, sem starfaði fyrir lögmannsteymi Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, reyndi að sannfæra Mike Pence, þáverandi varaforseta, um að hann gæti ógilt niðurstöður forsetakosninganna í nóvember á síðasta ári. Var honum sagt að hann gæti ógilt þær með því að taka atkvæði kjörmanna sjö ríkja ekki gild þegar atkvæði þeirra voru talin þann 6. janúar síðastliðinn en þann sama Lesa meira

Trump sagður játa að hann beri ábyrgð að hluta á árásinni á þinghúsið

Trump sagður játa að hann beri ábyrgð að hluta á árásinni á þinghúsið

Pressan
12.01.2021

Donald Trump er sagður viðurkenna að hann bera að hluta til ábyrgð á árásinni á þinghúsið í Washington á miðvikudag í síðustu viku. Fox News skýrir frá þessu og segist hafa þetta eftir tveimur heimildarmönnum sem sögðu að Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hafi skýrt flokkssystkinum sínum frá þessu í símtali. Fox segir að McCarthy, sem er þingmaður Kaliforníu, taki undir það að Trump beri ábyrgð á Lesa meira

Mike Pence vill ekki að Donald Trump verði vikið úr embætti

Mike Pence vill ekki að Donald Trump verði vikið úr embætti

Pressan
08.01.2021

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er mótfallinn því að 25. viðauki stjórnarskrárinnar verði virkjaður en samkvæmt honum er hægt að víkja Donald Trump úr embætti forseta. Varaforsetinn getur virkjað ákvæðið en það vill Pence ekki gera. Samkvæmt ákvæðinu þá geta varaforsetinn og meirihluti ríkisstjórnarinnar vikið forsetanum úr embætti tímabundið. Ef varaforsetinn á síðan að geta gegnt forsetaembættinu út kjörtímabilið þurfa tveir Lesa meira

Segja Trump ekki vera í andlegu jafnvægi og skora á varaforsetann og ríkisstjórnina að víkja honum úr embætti

Segja Trump ekki vera í andlegu jafnvægi og skora á varaforsetann og ríkisstjórnina að víkja honum úr embætti

Pressan
07.01.2021

Þingmenn Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi að bandarískum tíma þar sem þeir skora á Mike Pence, varaforseta, og ráðherra í ríkisstjórn Donald Trump að víkja Trump úr embætti. Hvetja þingmennirnir til þess að það ákvæði stjórnarskrárinnar, sem gerir varaforsetanum og ríkisstjórninni kleift að víkja forsetanum frá völdum, verði nýtt. Ef Lesa meira

Varaforsetaefnin mættust í kappræðum – „Þeir vissu hvað var að gerast og þeir sögðu þér það ekki“

Varaforsetaefnin mættust í kappræðum – „Þeir vissu hvað var að gerast og þeir sögðu þér það ekki“

Pressan
08.10.2020

Mike Pence, varaforseti, og Kamala Harris, varaforsetaefni Joe Biden, tókust á í sjónvarpskappræðum í nótt að íslenskum tíma. Þau tókust á um heimsfaraldur kórónuveirunnar og viðbrögð stjórnar Donald Trump við honum, efnahagsmál, kynþáttamál og fleira. Þetta voru einu kappræður varaforsetaefnanna. Þau sátu við borð og var plexígler fyrir framan þau en þetta var hluti af Lesa meira

Þungorður Mike Pence – „Bandaríki Joe Biden verða óörugg“

Þungorður Mike Pence – „Bandaríki Joe Biden verða óörugg“

Pressan
27.08.2020

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, flutti ræðu á landsfundi Repúblikana í gærkvöldi. Hann var aðalræðumaður kvöldsins og dró hann ekki upp fagra mynd af framtíð Bandaríkjanna ef Joe Biden verður kjörinn forseti í kosningunum í nóvember. Pence sagði að Biden væri gagnslaus atvinnupólitíkus. Hann sagði að ef Bandaríkjamenn kjósi Biden sem forseta í stað Donald Trump þá verði það verst fyrir þá sjálfa. „Hinn óþægilegi sannleikur er Lesa meira

Björn gagnrýnir umfjöllun RÚV: „Já, það var undarleg frétt“

Björn gagnrýnir umfjöllun RÚV: „Já, það var undarleg frétt“

Eyjan
05.09.2019

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra og borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, hefur lengi gagnrýnt fréttaflutning RÚV í gegnum tíðina, líkt og margra sjálfstæðismanna er siður. Í gær gerir Björn frétt RÚV af mótmælum við komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, að umtalsefni sínu. Hann gerir grín að þeim fjölda samtaka sem skipulagði mótmælin, segir að þau hafi verið fleiri þeir Lesa meira

Össur baunar á Pence: „Kínverjar réttu okkur hjálparhönd í bankahruninu“

Össur baunar á Pence: „Kínverjar réttu okkur hjálparhönd í bankahruninu“

Eyjan
05.09.2019

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður og utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, fjallar um heimsókn Mike Pence til Íslands í gær, í tengslum við þann misskilning sem varaforsetinn hélt á lofti um samstarf Íslands og Kína. Sagði hann að stjórnvöld hér á landi hefðu hafnað Belti & Braut samstarfinu við Kína, sem Guðlaugur Þór Þórðarsson og Katrín Jakobsdóttir sögðu bæði Lesa meira

„Hvaða leikaraskapur er þetta eiginlega?“

„Hvaða leikaraskapur er þetta eiginlega?“

Eyjan
04.09.2019

Gunnar Smári Egilsson, foringi sósíalista á Íslandi, þykir ekki mikið koma til alls þess umstangs sem heimsókn varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, hefur í för með sér. Fordæmir hann „útgöngubannið“ og „herlögin“ sem eru í gildi í Reykjavík sökum þessa og telur að hægt hefði verið að koma á viðræðum með mun praktískari hætti: „Ef Guðlaugur Lesa meira

Morgunblaðið fagnar komu Pence: „Góður gestur boðinn velkominn“

Morgunblaðið fagnar komu Pence: „Góður gestur boðinn velkominn“

Eyjan
04.09.2019

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins fagnar komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna í skrifum sínum í dag. Pence þykir afar íhaldssamur og er hann afar um deildur fyrir skoðanir sínar, sem lúta sjaldnast lögmálum vísindanna, en Pence trúir til dæmis ekki á loftslagshlýnun af mannavöldum, telur samkynhneigð vera val fólks, sem snúa megi við með raflostmeðferð og þá hefur Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af