fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |
Eyjan

Sólveig Anna segir blaðamann slá met í firringu: „Þetta er náttúrlega eitthvað klikkað“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 23. ágúst 2019 13:45

Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamaður Fréttablaðsins, Ari Brynjólfsson, segir í Fréttablaðinu í dag að Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar hafi hætt sér út á hálan ís með því að boða lögregluna á fund til sín vegna handtöku á konu í Gleðigöngunni um daginn fyrir meint mótmæli, en konan sagðist ekkert hafa til saka unnið.

Ari segir að þar sem lögreglan megi ekki tjá sig um einstök mál, sé það hæpið af Dóru Björt að nota stöðu sína til að velta upp spurningum um starfshætti lögreglu, þar sem aðeins önnur hlið málsins hafi komið fram.

„Er það í besta falli óábyrgt og í versta falli rakinn popúlismi að setja lögregluna í klemmu til að skora pólitísk stig,“

segir Ari.

Firrtur einfeldningur

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur miklar skoðanir á þessum orðum Ara og segir þau í besta falli barnaskap:

„Í það minnsta smávegis, mögulega stórvegis, met slegið í firringu blaðamanns,“ segir Sólveig og bætir við: „Þetta er náttúrlega eitthvað klikkað. Ef að stjórnmálafólk má aldrei tjá sig um mál þar sem aðeins ein hlið mála hefur verið rædd er þá ekki verið að múlbinda stjórnmálafólk ansi rækilega? Ef að lögreglan getur ekki tjáð sig um einstök mál er það þá í alvöru að mati blaðamannsins ástæða til þess að aðrir, og þá sérstaklega stjórnmálafólk, og þá sérstaklega stjórnmálafólk sem er í forsvari fyrir mannréttindamál megi ekki tjá sig um málin heldur? Ekki tjá skoðun, ekki lýsa áhyggjum, velta vöngum, eða sýna samstöðu með þeim sem mögulega eiga meira á hættu en aðrir að lögreglan hafi af þeim afskipti? Eins og t.d fólki sem er þekkt fyrir aktívisma með flóttafólki?“

Sólveig bætir við að skoðun Ara sé einfeldningsleg, um að stjórnmálamenn eigi ekki tjá sig um störf lögreglu þegar aðeins ein hlið málsins sé komin fram:

„Það er í besta falli barnaskapur og í versta falli eitthvað miklu alvarlegra að halda þessu fram. Ari heldur því í raun fram að þar sem lögreglan geti ekki tjáð sig um einstök mál og stjórnmálafólk megi bara tjá sig um mál þar sem báðar hliðar hafi komið fram þá megi stjórnmálafólk ekki tjá sig um störf lögreglunnar. Að telja það popúlisma sem komi lögreglunni „í klemmu“ að hafa skoðun á framferði hennar er já, hvað skal segja? Í það allra minnsta ótrúleg einfeldni, í það allra minnsta.“

Hefði mátt bíða með viðtöl

Aðspurður um hvað honum þætti um afstöðu Sólveigar Önnu, sagði Ari við Eyjuna:

„Stjórnmálamenn mega endilega hafa skoðanir á sem flestu. Ég tel hins vegar að formaður mannréttindaráðs hefði mátt bíða með að mæta í viðtöl þangað til eftir fundinn með lögreglu þar sem lögreglan er ekki í aðstöðu til að gera slíkt hið sama.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn

Dómsmálaráðherra vill breytingar hjá lögreglunni – Aukin hagkvæmni og minni yfirstjórn
Eyjan
Í gær

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“

Fossinn Dynjandi millifærður í ríkisbókhaldinu – „Hver gefur hverjum hvað? Eigum við ekki Rarik? Þjóðin?“
Eyjan
Í gær

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“

Segir útreikning fæðingarorlofshækkunar ganga gegn kynjajafnrétti: „Segjum bara 870 þús­und slétt“
Eyjan
Í gær

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“

Svona vill Gunnar leysa umferðarhnútinn í Reykjavík: „Ættum að geta lifað við þetta“
Eyjan
Í gær

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“

Eyþór Arnalds: „ Fuck you, I won´t do what you tell me“
Eyjan
Í gær

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár

Eftirlitsstofnanir ríkisins þenjast út – Vaxandi útgjöld ár eftir ár