fbpx
Laugardagur 07.desember 2024
Eyjan

Þriðji orkupakki ESB brýtur ekki gegn stjórnarskránni – Ef ruglinu er ætlað að hrinda ákveðinni atburðarás af stað eiga menn að gangast við því

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. nóvember 2018 08:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er meiri háttar vá fyrir dyrum. Samþykki Alþingi innleiðingu á þriðja orkupakka Evrópusambandsins, sem væri brot á stjórnarskránni ef marka má málflutning síðustu vikna, mun Ísland afsala sér forræði á orkuauðlindum landsins og vera gert skylt að tengjast innri orkumarkaði ESB með lagningu sæstrengs með þeim afleiðingum að orkuverð til heimila og fyrirtækja snarhækkaði – og íslensk garðyrkja leggst af. Sem betur fer er þetta allt saman tóm della.“

Svona hefst pistill Harðar Ægissonar, ritstjóra Markaðarins, í Fréttablaðinu í dag. Í pistlinum fjallar hann um þriðja orkupakka Evrópusambandsins en deilur hafa staðið yfir undanfarið um innleiðingu hans hér á landi en mikill þrýstingur er innanlands og utan á þingmenn um að samþykkja pakkann ekki. Því hefur einmitt verið haldið fram að með innleiðingu hans verði um framsal fullveldis að ræða og þar með brot á stjórnarskránni. Hörður fer því næst yfir það sem hann segir vera tiltölulega skýrar staðreyndir málsins.

„Staðreyndir málsins eru tiltölulega skýrar. Innihald þriðja orkupakkans er um margt rökrétt framhald af fyrri orkulöggjöf sambandsins þar sem áhersla hefur einkum verið lögð á virka samkeppni með því að koma á fót innri markaði, bann við ríkisaðstoð og aukinni neytendavernd. Það regluverk var innleitt í íslenskan rétt fyrir um fimmtán árum og fullyrðingar um að nýjasti orkupakkinn feli í sér einhverja eðlisbreytingu stenst enga skoðun.“

Því næst fjallar hann um nýja greinargerð Birgis Tjörva Péturssonar, lögmanns, um málið. Þar kemur að sögn Harðar skýrt fram að ekkert í þriðja orkupakkanum kalli sérstaklega á endurskoðun á EES-samningnum. Orkupakkinn leggi engar skyldur á stjórnvöld um að tengjast innri markaði ESB með sæstreng og reglur hans snúi að engu leyti að eignarrétti á orkuauðlindum á Íslandi.

„Aðrar skýrslur og greinar ólíkra sérfræðinga hafa komist að sömu niðurstöðu. Helstu nýmæli þriðja orkupakkans lúta meðal annars að auknu sjálfstæði eftirlitsstofnana innan ríkjanna, sem og samstarfi þeirra yfir landamæri. Í þeim tilgangi var komið á fót samstarfsstofnun á orkumarkaði (ACER) sem getur tekið lagalega bindandi ákvarðanir í tilteknum álitamálum gagnvart eftirlitsaðilum aðildarríkja ESB. Gagnvart ríkjum EES eru þær valdheimildir í höndum eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) en vegna þess að raforkukerfi Íslands tengist ekki hinum evrópska orkumarkaði þá er útilokað að ESA geti beitt bindandi valdheimildum gagnvart Orkustofnun. Sú staða breytist ekki nema þá aðeins að lagður verði sæstrengur, ákvörðun sem er alfarið undir íslenskum stjórnvöldum komin. Þótt líklegt sé að slíkur strengur gæti skilað miklum þjóðhagslegum ábata fyrir Íslendinga þá er fátt sem bendir til að ráðist verði í þess konar framkvæmd í náinni framtíð.“

Segir Hörður og víkur því næst að innleiðingu regluverks um sameiginlegt evrópskt fjármálaeftirlit og EES-samninginn:

„Örfá ár eru síðan ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykkti innleiðingu regluverks um sameiginlegt evrópskt fjármálaeftirlit. Sú ráðstöfun fól í sér mun meira framsal fullveldis heldur en þriðji orkupakkinn. Ísland hefur enda aldrei tekið ákvörðun um að aflétta ekki stjórnskipulegum fyrirvara til að innleiða tilskipun um innri markaðinn. Það kemur ekki til að ástæðulausu. Iðnaðarráðherra hefur réttilega bent á að við slíka ákvörðun þá yrðu „menn bara að vera tilbúnir að taka afleiðingunum“. EES-samstarfið væri með öðrum orðum í uppnámi. EES-samningurinn, sem er vissulega ekki fullkominn, er mikilvægasti alþjóðasamningur Íslands. Sú skoðun hefur hingað til verið nokkuð óumdeild. Það er ábyrgðarhlutur, sérstaklega hjá þeim þingmönnum sem ættu að minnsta kosti að vita betur, að standa fyrir þeirri umræðu sem við höfum orðið vitni að, þar sem röngum upplýsingum hefur vísvitandi verið haldið að almenningi. Ef hinn raunverulegi tilgangur með þessu rugli er að setja af stað atburðarás sem felur í sér að Ísland segi sig að lokum frá EES-samningnum þá eiga menn bara að gangast við því. Það er kominn tími til að lyfta þessari umræðu á aðeins hærra plan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna