fbpx
Fimmtudagur 13.ágúst 2020
BleiktFókus

Fann sæðisgjafa á Facebook – „Ef við myndum ákveða að eignast annað barn þá myndi ég gera það svona aftur“

Unnur Regína
Þriðjudaginn 7. júlí 2020 12:30

Mynd : The Sun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Shannon Brooke, 20 ára og kærasta hennar Katie Stansfield 25  ára,  þráðu að eignast barn. Samtal við frjósemislækni leiddi í ljós að tæknifrjóvgun myndi kosta þær um hálfa milljón. Parið hafði ekki efni á slíkri meðferð og leituðu því á náðir Facebook. Í lokuðum hóp fólks í svipaðri aðstöðu fundu þær sæðisgjafa.

Þær völdu sæðisgjafann sem þeim leist vel á eftir að hafa kynnt sér málið vel. Því næst keyptu þær sprautu á Amazon til að nota í verkið. Sprautan er svokölluð kalkúnasprauta og með henni sprautuðu þær sæðinu upp í leggöng Shannon við egglos. Eftir tvær tilraunir varð Shannon ófrísk. Eignuðust þær svo stúlku í Febrúar sem nefnd var Ocean Mabel Rose.

Í samtali við The Sun talaði Shannon um ferlið. „Ég er sjálf ættleidd og hef aldrei átt stóra fjölskyldu. Um leið og við Katie ræddum barneignir sló ég inn á Facebook „sæðisgjafar í Bretlandi“. Ég bjóst ekki við miklu en bjóst við að sjá mikið af IVF stofum og ég vissi að við hefðum ekki efni á að fara í slíka meðferð. Í staðinn kom upp Facebook hópur þar sem tilvonandi foreldrar og sæðisgjafar geta kynnst og myndað samband. Ég var hissa í fyrstu og fannst þetta skrýtið en því meira sem ég skoðaði þetta því betur leist mér á þetta. Allir í hópnum voru svo vinalegir og við fengum fjöldann allan af skilaboðum frá sæðisgjöfum. Ef við myndum ákveða að eignast annað barn þá myndi ég gera það svona aftur. Það eru gerð bæði kynsjúkdómapróf og erfðapróf á sæðisgjöfum og við fáum svo að sjá niðurstöðurnar.“

Í fyrstu fengu Shannon og Katie mikið af skilaboðum frá mönnum sem þeim leist ekki vel á. Það var svo í Apríl 2019 sem þær fengu skilaboðin sem þær höfðu beðið eftir. Gjafi sem hafði áður feðrað börn í gegnum hópinn hafði samband og sendi þeim heilsufarsvottorð, myndir af sjálfum sér og börnum sem hann hafði feðrað, þau voru 11 talsins. Katie og Shannon eru hæstánægðar með þessa ákvörðun og litlu Ocean Mable Rose.

Mynd : The Sun


Mynd : The Sun , Ocean Mable Rose

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Einn virtasti fjölmiðill heims fjallar um íslenska fasteign – Metin á 108 miljónir

Einn virtasti fjölmiðill heims fjallar um íslenska fasteign – Metin á 108 miljónir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Neyðaróp um kvöld

Sakamál: Neyðaróp um kvöld
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stjörnuspá vikunnar – „Veðrið speglast í þér og ég held að það sé rigning mest alla vikuna“

Stjörnuspá vikunnar – „Veðrið speglast í þér og ég held að það sé rigning mest alla vikuna“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Daði Freyr tekur Jaja Ding Dong „í fyrsta og eina skiptið“

Daði Freyr tekur Jaja Ding Dong „í fyrsta og eina skiptið“
Fókus
Fyrir 1 viku

Bríet komin með kærasta – Nældi sér í gítarleikara Kaleo

Bríet komin með kærasta – Nældi sér í gítarleikara Kaleo
Fókus
Fyrir 1 viku

Óttaðist að enda sem versta martröð súkkulaðinuddarans

Óttaðist að enda sem versta martröð súkkulaðinuddarans
Fókus
Fyrir 1 viku

Vikan á Instagram: „Var að læra að taka bossa speglamynd 24 ára“

Vikan á Instagram: „Var að læra að taka bossa speglamynd 24 ára“
Fókus
Fyrir 1 viku

Svala Björgvins einhleyp á ný

Svala Björgvins einhleyp á ný

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.