fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Fréttir

Svandís ætlar ekki að sitja í starfsstjórn undir forsæti Bjarna Benediktssonar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. október 2024 20:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það andar köldu á milli Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, og Svandísar Svavarsdóttur, formanns VG, í umræðum formanna stjórnmálaflokkanna í Silfrinu á RÚV.

Bjarni sagði að eini augljósi kosturinn fram væri að núverandi stjórn myndi sitja sem starfsstjórn fram að kosningum í lok nóvember.

Svandís lýsti því hins vegar yfir að VG muni ekki sitja í stjórn undir forsæti Bjarna, ekki heldur starfsstjórn í stuttan tíma. Leggur hún til að Bjarni biðjist lausnar og Sigurður Ingi taki við sem forsætisráðherra í starfsstjórn.

Bjarni sagði þetta tal undarlegt og fráleitt. „Það er undarlegt að heyra svona koma frá jafnreyndum stjórnmálamanni,“ sagði Bjarni um hugmyndir Svandísar um það sem núna á að taka við fram að kosningum. „Þetta er einhver furðukenning sem ég hef aldrei heyrt áður, þetta er einhver misskilningur því miður,“ sagði hann ennfremur.

Svandís sagði: „Við erum með ákveðinn pólitískan veruleika fyrir framan okkur og Bjarni getur ekki einn stýrt framvindunni, að taka ákvörðun um að slíta hér ríkisstjórnarsamstarfi og telja síðan í framhaldinu að hann hafi öll spil á hendi.“

Aðspurð sagði Svandís að VG tæki ekki þátt í ríkisstjórn sem Bjarni leiðir, sama þó að það sé starfsstjórn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Berglindi ofbauð framkoma karlmanns í Nettó – „Nei það var ekki verið að taka upp Fóstbræður“

Berglindi ofbauð framkoma karlmanns í Nettó – „Nei það var ekki verið að taka upp Fóstbræður“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Skagfirðingar uggandi og segja heilbrigðiseftirlitin missa 70 prósent verkefna sinna – Hafi verið lofað að fækka ekki störfum á landsbyggðinni

Skagfirðingar uggandi og segja heilbrigðiseftirlitin missa 70 prósent verkefna sinna – Hafi verið lofað að fækka ekki störfum á landsbyggðinni
Fréttir
Í gær

„Á meðan kerfið sér „hættu” þá sé ég bara manneskju sem er að reyna að lifa einn dag í einu“

„Á meðan kerfið sér „hættu” þá sé ég bara manneskju sem er að reyna að lifa einn dag í einu“
Fréttir
Í gær

Pantaði sjúkrabíl í sex skipti á hálfu ári en borgaði ekki – Hundeltur af Slökkviliðinu

Pantaði sjúkrabíl í sex skipti á hálfu ári en borgaði ekki – Hundeltur af Slökkviliðinu
Fréttir
Í gær

Fjölskyldudrama í Landsrétti – Greip í taumana þegar aldraður faðir hans kynntist nýrri vinkonu og há upphæð hvarf af bankareikningi hans

Fjölskyldudrama í Landsrétti – Greip í taumana þegar aldraður faðir hans kynntist nýrri vinkonu og há upphæð hvarf af bankareikningi hans
Fréttir
Í gær

Myndband: Hryllileg árás í Mjódd fyrir dóm – Líkur á að brotaþoli verði ákærður líka

Myndband: Hryllileg árás í Mjódd fyrir dóm – Líkur á að brotaþoli verði ákærður líka