fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Til í að taka á sig 50 prósent launalækkun til að sleppa við fjölmiðla

Victor Pálsson
Sunnudaginn 29. september 2024 09:30

Luis Enrique

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luis Enrique myndi taka á sig 50 prósent launalækkun til að sleppa við það að tala við blaðamenn í Frakklandi.

Enrique er þjálfari Paris Saint-Germain en eins og aðrir kollegar hans þá þarf hann að ræða við blaðamenn fyrir og eftir leiki.

Spánverjinn segist njóta þess að tala við blaðamenn en er samt sem áður til í að taka á sig gríðarlega launalækkun til að sleppa við ákveðin viðtöl.

Enrique er að sjálfsögðu á frábærum launum í Frakklandi en PSG er eitt allra ríkasta félag heims.

,,Ég skemmti mér á meðal ykkar og á í góðu sambandi við flesta blaðamenn,“ sagði Enrique við blaðamenn.

,,Ég hef aldrei yfirgefið blaðamannafund snemma. Hins vegar ef þið mynduð afhenta mér blað þar sem ég myndi gefa frá mér 25 prósent eða jafnvel 50 prósent af laununum til að sleppa við fjölmiðla þá myndi ég skrifa undir.“

,,Það er þó ekki möguleiki því í samningum þjálfara þá kemur fram að það sé þeirra skylda að tjá sig opinberlega.“

,,Ég nýt þess að tjá mig en myndi sleppa því ef ég kæmist hjá því – sérstaklega eftir leiki þegar ég er orkulaus.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Útskýringar Fernandes eftir gærdaginn vekja furðu margra

Útskýringar Fernandes eftir gærdaginn vekja furðu margra
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“
433Sport
Í gær

Útilokar ekki að heyra í Klopp á næstunni

Útilokar ekki að heyra í Klopp á næstunni
433Sport
Í gær

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu