fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Þrumuræða Óskars: „Þetta er galið og óboðlegt en segir svolítið um hugarfarið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. júní 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson var ekki skemmt yfir frammistöðu Belga í markalausu jafntefli gegn Úkraínu í lokaumferð E-riðils á EM í dag.

Öll lið riðilsins enduðu með 4 stig, en í honum léku einnig Slóvakía og Rúmenía. Belgar enda í öðru sæti riðilsins og mæta Frökkum en hefðu unnið hann með sigri í dag.

Óskar var sérfræðingur á RÚV yfir leiknum og furðaði hann sig á því að Belgar hafi ekki reynt að vinna Úkraínu í dag og þar riðilinn.

Úr leiknum í dag. Getty Images

„Það vantar allan neista. Þetta er Belgía að spila á móti Úkraínu og þeir sýna engan áhuga á að vinna þennan leik og þennan riðil,“ sagði Óskar.

„Þetta er galið og óboðlegt en þetta segir svolítið um hugarfarið. Það er engin trú. „Við komumst áfram ef það er jafntefli, höldum þessu, við erum öruggir.“ Ömurlegir Belgarnir.“

Rúmenar vinna E-riðil og Slóvakar fara einnig áfram. Úkraína situr eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur