fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Á sömu sýningu skömmu eftir að allt fór í háaloft

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 13. maí 2024 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom upp athyglisverð staða í Borgarleikhúsinu fyrir helgi þegar Arnar Grétarsson, þjálfari karlaliðs Vals og Gunnar Oddur Hafliðason, dómari, mættu báðir á sömu sýninguna.

Báðir voru þeir mikið í umræðunni í síðustu viku í sigri Vals á Breiðabliki í Bestu deildinni. Gunnar Oddur var þar fjórði dómari og spilaði þar sinn þátt í því að Adam Ægir Pálsson, leikmaður Vals, yrði rekinn út af með sitt annað gula spjald fyrir að svara Halldóri Árnasyni, þjálfara Blika.

Arnar varð öskuillur í kjölfarið og lét dómara leiksins heyra það. Uppskar hann sjálfur rautt spjald að lokum.

Meira
Áður óséð myndband frá látunum í Kópavogi: Staðsetning og ákvarðanir Gunnars orka tvímælis og hvað sagði Halldór við Adam?

„Ég fór á Óbærilegan léttleika knattspyrnunnar á fimmtudagskvöldið. Það var skemmtilegt andrúmsloft í salnum fyrir sýningu því þarna voru mættir Arnar Grétarsson og Gunnar Oddur fjórði dómari,“ sagði Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, í útvarpsþætti síðunnar á X-inu á laugardag.

Elvar sagði þá félaga ekki hafa setið nálægt hvor öðrum. Tómas Þór Þórðarson var með Elvari í setti að vanda og sló á létta strengi.

„Þarna á náttúrulega bara einhver að setja þá saman,“ sagði hann.

Fréttin var uppfærð eftir ábendingar frá fólki sem var í salnum.

Meira
Hvað sögðu Adam og Arnar? – Ljóst að Arnar lét þessi orð falla um Erlend

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum