Arnar Grétarsson þjálfari Vals kallaði Erlend Eiríksson hið minnsta „Fokking fávita“ eftir að hafa fengið rauða spjaldið á hliðarlínunni í kvöld gegn Blikum.
Leiknum lauk með 3-2 sigri Vals þar sem Gylfi Þór Sigurðsson var allt í öllu.
Þá skömmu áður hafði Arnar lesið yfir fjórða dómara leiksins sem varð til þess að hann fékk rautt, Arnar var reiður yfir rauðu spjaldi sem Adam Ægir Pálsson fékk.
Adam sem var á gulu spjaldi virðist hafa látið nokkur vel valin orð falla sem varð til þess að hann fékk sitt seinna gula spjald.
Arnar fékk fimm leikja bann sumarið 2022 þegar hann var þjálfari KA en þá kallaði hann Svein Arnarson, aðstoðardómara þessum sömu orðum og hann kallaði Erlend í kvöld.
Arnar gæti því fengið meira en eins leiks bann en þrír af leikjunum fimm sem Arnar fékk árið 2022 voru fyrir þessi sömu orð.
Sorglegt að sjá jafn reyndan þjálfara kalla dómara "fokking fávita". 🥺 pic.twitter.com/hioUp0QGbt
— Kari Freyr Doddason (@Doddason) May 6, 2024