fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Verkjalyfin komu til bjargar í gær – Gerðu allt svo hann gæti spilað

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 9. maí 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lið Real Madrid gerði allt til að geta notað miðjumanninn Jude Bellingham í gær í leik liðsins gegn Bayern Munchen.

Um var að ræða leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en Real hafði betur að lokum með tveimur mörkum gegn einu.

Joselu reyndist hetja Real í viðureigninni en hann skoraði tvö mörk undir lokin til að tryggja sigurinn.

Bellingham var vel tæpur vegna smávægilegra hnémeiðsla fyrir viðureignina og þurfti að spila á verkjalyfjum til að komast í gegnum alls 100 mínútur.

Frá þessu greinir spænski miðillinn Cope en Bellingham hefur verið besti leikmaður liðsins í vetur og vildi þá sjálfur fá að taka þátt.

Læknar liðsins töldu að Bellingham gæti komist í gegnum þessa viðureign án vandræða með þessum umtöluðu lyfjum og fær hann að öllum líkindum hvíld í næsta leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid