fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Helgi engu nær um örlög mannsins sem hvarf í Vestmannaeyjum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. mars 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Bernódusson, fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis og gamall Eyjamaður, segist ekki hafa fengið nánari upplýsingar sem varpað geta ljósi á hvarf Ungverjans Imre Bácsi.

Helgi segir frá þessu í samtali við Morgunblaðið í dag en hann skrifaði athyglisverða grein sem birtist á sama vettvangi í síðustu viku þar sem hann óskaði eftir upplýsingum um málið.

Sjá einnig: Helgi leitar manns:Hvarf í Vestmannaeyjum 26 ára gamall – Óskiljanlegt að málið hafi ekki verið tilkynnt lögreglu

„Árið 1963 hvarf í Vest­manna­eyj­um 26 ára gam­all Ung­verji, Imre Bácsi,“ sagði Helgi meðal annars í grein sinni en Imre hafði þá dvalið í Eyjum í sjö ár og lengst af unnið í Vinnslustöðinni. Hann var í hópi 52 flóttamanna sem komu frá Ungverjalandi til Íslands undir árslok 1956 en um tíu manns fóru til Vestmannaeyja.

Helgi gat rakið afdrif allra þessara Ungverja sem til Eyja komu, nema Imre sem virðist hafa horfið sporlaust. Vakti Helgi athygli á því að enginn virðist hafa tilkynnt lögreglunni um hvarf hans eða grennslast nánar fyrir um hvað varð af honum.

Benti hann á að nafn Imre og heimilisfang hafi verið í íbúaskrá árið 1963 en hann verið strikaður út af henni árið 1965, án athugasemda.

Í samtali við Morgunblaðið í dag segir Helgi að margir hafi sett sig í samband við hann eftir að greinin birtist í síðustu viku. „Það eru auðvitað margir sem muna eftir honum og kannast við hann,“ segir hann en engar upplýsingar hefur hann fengið sem varpað geta ljósi á málið.

Helgi kveðst þó enn vonast til þess að fá upplýsingar um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hera úr leik
Fréttir
Í gær

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar
Fréttir
Í gær

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Í gær

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“
Fréttir
Í gær

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“