fbpx
Þriðjudagur 24.júní 2025
Fréttir

Ung kona í vanda eftir að eins árs frændi hennar komst í veip pennann – Púaði kannabis og endaði á spítala

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 9. júní 2025 12:30

Acosta gæti átt 2 ára fangelsi yfir höfði sér. Mynd/Lögreglan í El Paso

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona í Texas fylki í Bandaríkjunum hefur verið ákærð fyrir að valda barni hættu. Eins árs gamall frændi hennar komst í veip pennann hennar sem innihélt kannabisefni.

Tímaritið People greinir frá þessu.

Konan heitir Vianney Alyssa Acosta og er 22 ára gömul. Hún var handtekin á heimili sínu í borginni El Paso þann 16. maí síðastliðinn eftir að eins árs gamall frændi hennar lenti á spítala með eitrun.

Talið er að barnið hafi fundið veip pennann hennar, sem innihélt kannabis, á náttborðinu hennar á meðan hún var að passa hann. Talið er að hann hafi sogið pennann og innbyrt fíkniefnið.

Barnið átti erfitt með að anda og hringt var á neyðarlínuna. Þegar lögreglan kom á svæðið voru sjúkraflutningamenn komnir og voru að sinna barninu sem grét stöðugt. Barnið var þreytulegt til augnanna og vildi fara að sofa.

Faðir barnsins og amma voru einnig á heimilinu en móðirin var í vinnu. Voru þau öll að borða á meðan drengurinn saug veip pennann. Tóku þau eftir að eitthvað væri að þegar þau heyrðu hann hósta inni í svefnherberginu.

Acosta hefur verið ákærð fyrir vörslu fíkniefna og að stefna barni í voða. Hún gæti átt allt að 2 ára fangelsi yfir höfði sér. Mál barnsins hefur einnig verið opnað hjá barnaverndaryfirvöldum í El Paso.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að Rússar hafi afhent Úkraínumönnum lík rússneskra hermanna í nýlegum skiptum

Segir að Rússar hafi afhent Úkraínumönnum lík rússneskra hermanna í nýlegum skiptum
Fréttir
Í gær

Guðmundur lýsir ótrúlegu þekkingarleysi: Leiðsögumaður spurði hvar allt hestakjötið væri

Guðmundur lýsir ótrúlegu þekkingarleysi: Leiðsögumaður spurði hvar allt hestakjötið væri
Fréttir
Í gær

Þjálfari fór í hart við Fimleikafélagið Björk

Þjálfari fór í hart við Fimleikafélagið Björk
Fréttir
Í gær

Brúður skotin til bana í blóðugri skotárás í Suður-Frakklandi – Árásarmenn á flótta

Brúður skotin til bana í blóðugri skotárás í Suður-Frakklandi – Árásarmenn á flótta