fbpx
Föstudagur 13.júní 2025
Pressan

Stóð fyrir einu umtalaðasta svindli íþróttasögunnar – Hélt fast við framburð sinn allt til dauðadags

Pressan
Mánudaginn 9. júní 2025 18:00

Rozie Ruis. Mynd:Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin kúbanska Rosie Ruiz lést 2019, 66 ára að aldri. Krabbamein var banavaldur hennar en hún hafði barist við það í 10 ár. Nafn hennar klingir kannski ekki bjöllum hjá mörgum en 1980 vissu ansi margir hver hún var enda stóð hún á bak við eitt umtalaðsta svindl ársins.

Hún kom þá fyrst í mark í Bostonmaraþoninu. Bill Rodgers, sem sigraði í karlaflokki þetta árið, segir að hann hafi strax fyllst grunsemdum þegar Ruiz birtist við hlið hans á verðlaunapalli.

„Við vissum að hún hafði laumað sér inn.“

Sagði hann í samtali við AP.

Það var ekki nóg með að Ruiz kæmi fyrst í mark heldur var tími hennar ansi góður eða 2 klukkustundir, 31 mínúta og 56 sekúndur.

Andstæðingar hennar undruðust mjög að kona, sem þeir höfðu aldrei fyrr séð, gæti sigrað.

„Hún svitnaði ekki nóg, hún var í þykkri peysu og hún vissi ekkert um hlaup.“

Sagði Rodgers.

Á þessum tíma var tæknin ekki eins þróuð og í dag og því ekki hægt að fylgjast með hlaupi Ruiz með örflögu. Ruiz sást ekki á upptökum af hlaupinu og heldur ekki á neinni þeirra 10.000 ljósmynda sem voru teknar á fyrsta hluta hlaupsins. Þegar íþróttasambandið í Boston spurði hana út í þjálfunaraðferðir hennar gat hún engu svarað. Hún þekkti ekki hugtök sem góðir íþróttamenn þekktu og auk þess gat hún ekki sagt frá neinum þeirra kennimerkja sem hún hefði átt að fara framhjá á leið sinni í mark.

Aldrei hefur tekist að komast að hvernig hún komst í mark en hún hélt því alla tíð fram að hún hefði sigrað í hlaupinu á löglegan hátt.

AP segir að tveir háskólanemar hafi hins vegar séð hana blanda sér í hóp hlaupara aðeins 1,6 kílómetra frá endamarkinu.

Hún hélt titlinum í átta daga en þá var hún svipt honum og hin kanadíska Jacqueline Gareau krýnd sigurvegari í staðinn.

Ruiz fæddist á Kúbu en kom til Bandaríkjanna átta ára að aldri.

Maraþonið var ekki eina málið þar sem hún komst upp á kant við lög og reglur eða almennt siðferði. Boston Globe segir  að 1982 hafi hún verið sökuð um að hafa stolið 60.000 dollurum frá vinnuveitanda sínum. Ári síðar fékk hún skilorðsbundinn dóm fyrir fíkniefnasmygl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sá ekki skilaboðin fyrr en 24 mínútum síðar – Þá var sonur hennar búinn að myrða 10 manns

Sá ekki skilaboðin fyrr en 24 mínútum síðar – Þá var sonur hennar búinn að myrða 10 manns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Til mikils að vinna fyrir þann sem veitir upplýsingar um þessa bræður

Til mikils að vinna fyrir þann sem veitir upplýsingar um þessa bræður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sá hluta af heila sonar síns á jörðinni eftir hræðilegt slys – Læknar sögðu fjölskyldunni að kveðja

Sá hluta af heila sonar síns á jörðinni eftir hræðilegt slys – Læknar sögðu fjölskyldunni að kveðja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Greta Thunberg hvergi bangin – „Okkur var rænt“

Greta Thunberg hvergi bangin – „Okkur var rænt“