fbpx
Föstudagur 13.júní 2025
Pressan

Taskan stóð í bílskúrnum í 20 ár – Trúði ekki eigin eyrum þegar sérfræðingurinn tjáði sig

Pressan
Mánudaginn 9. júní 2025 12:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í 20 ár lá taskan í bílskúrnum. Gamalt teppi og lampi voru ofan á henni. En þegar eigandinn, kona, fór með töskuna til sérfræðings í breska sjónvarpsþættinum Antiques Roadshow fékk hún tíðindi sem hún átti erfitt með að trúa.

Taskan góða er frá Louis Vuitton að sögn Daily Mail. Sérfræðingurinn Marc Allum sagði í fyrstu að taskan væri „ónýtt gamalt drasl“ og benti á slæmt ástand hennar. En þegar hann fór að skoða málið ofan í kjölinn kom annað hljóð í strokkinn.

Þetta er taska frá því um 1890, með „útilokað að brjóta upp“ lás og klassískum smáatriðum eftir handverksfólk þess tíma.

Konan, sem fékk töskuna frá fjölskylduvini, sagði að þegar tekið var til í húsinu hafi taskan staðið í skúrnum og teppi og lampi verið ofan á henni. „Við héldum bara að þetta væri gamalt drasl“.

Þrátt fyrir að taskan þarfnist viðgerðar þá er hún metin á sem svarar til 440.000 til 600.000 króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Greta Thunberg hvergi bangin – „Okkur var rænt“

Greta Thunberg hvergi bangin – „Okkur var rænt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pabbi Elon Musk opnar sig um deilur sonarins við Donald Trump

Pabbi Elon Musk opnar sig um deilur sonarins við Donald Trump