fbpx
Þriðjudagur 17.júní 2025
Fréttir

Svona hljóðaði ályktun ungra sósíalista gegn formanni sínum – „Stærri fjölmiðlaumfjöllun gæti verið skaðleg flokknum“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 8. júní 2025 13:15

Sæþór Benjamín Randalsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarnar vikur hefur gustað um Sæþór Benjamín Randalsson, nýjan formann framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, eftir að skjáskot, þar sem sjá mátti meint kynferðisleg samskipti hans við ólögráða ungling, fóru í dreifingu. DV fjallaði um tilvist skjáskotanna og þá fullyrðingu Sæþórs að þau væru fölsuð, sem og þá ákvörðun hans nokkru síðar að kæra dreifingu skjáskotanna til lögreglu.

Þá greindi DV frá því í síðustu viku að talsvert uppþot hefði verið innan raða sósíalista um hvort að málið ætti að verða til þess að Sæþór myndi stíga til hliðar úr hinu nýja embætti. Í umfjölluninni kom meðal annars fram að Dögun – ungliðafélag Sósíalista á Norðausturlandi – hefði sent frá sér ályktun þess efnis að Sæþór skyldi stíga til hliðar. Talsverð vigt var í þeirri aðgerð í ljósi þess að þrír í stjórn Dögunar voru kosnir í hinar ýmsu stjórnir Sósíalistaflokksins  á aðalfundinum. Misskilnings gætti þó í fréttinni um hver afdrif ályktunarinnar hefði verið innan flokksins. DV hafði upplýsingar um að ályktunin hefði verið afturkölluð en því mótmælti Elvar Fossdal, formaður Dögunar. DV hefur ekki frekari upplýsingar um hvort ályktunin hafi verið tekin til efnislegrar meðferðar.

Ályktunin í heild sinni hefur þó borist miðlinum  en þar má sjá ungliðana viðra þær áhyggjur sínar að frekari fjölmiðlaumfjöllun gæti skaðað flokkinn, Ályktunin er svohljóðandi:

Stjórn Dögunar- ungliðafélag Sósíalista á Norðausturlandi, telur það nauðsynlegt að koma áleiðis til framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands ályktun varðandi formann Framkvæmdastjórnar, Sæþór Benjamín Randalsson, í ljósi skjáskota og fjölmiðlaumfjöllunar síðustu daga. Stjórnin telur að brýn nauðsyn sé á því að Sæþór Benjamín Randalsson segi sig frá trúnaðarstörfum innan flokksins.

Stærri fjölmiðlaumfjöllun gæti verið skaðleg flokknum og starfi hans, og telur stjórn þann möguleika áhættusaman. Til þess að hlífa orðspori hreyfingarinnar, og senda skýr skilaboð til almennings um breytta innanflokks menningu, er nauðsynlegt að íhuga þetta skref.

Ályktun stjórnar Dögunar snýst ekki um sekt eða sakleysi, heldur um orðspor og áreiðanleika flokksins.

Stjórn Dögunar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregluaðgerð á Edition hótelinu – Tveir látnir – Starfsfólk í uppnámi – Uppfært

Lögregluaðgerð á Edition hótelinu – Tveir látnir – Starfsfólk í uppnámi – Uppfært
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vafasömu ítölsku verktakarnir sem klúðruðu uppbyggingu Kársnesskóla flúnir land – Skorað á forsvarsmanninn að mæta fyrir dóm

Vafasömu ítölsku verktakarnir sem klúðruðu uppbyggingu Kársnesskóla flúnir land – Skorað á forsvarsmanninn að mæta fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ómar hafði ekki erindi sem erfiði – Áminning vegna skammarpósta til dómara stendur

Ómar hafði ekki erindi sem erfiði – Áminning vegna skammarpósta til dómara stendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem komst lífs af opnar sig um slysið – „Ég spennti af mér beltið og fór“

Maðurinn sem komst lífs af opnar sig um slysið – „Ég spennti af mér beltið og fór“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bongóblíða í höfuðborginni í dag

Bongóblíða í höfuðborginni í dag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Steingrímur fagnar afmæli FM957 – Heiti stöðvarinnar er hans sem og viðurnefni Auðuns og Sigvalda

Steingrímur fagnar afmæli FM957 – Heiti stöðvarinnar er hans sem og viðurnefni Auðuns og Sigvalda